Verkalýðsfélögin skoða nýjar leiðir til að þrysta á Ísal Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2016 19:12 Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast hafa ýmsar aðrar leiðir til að knýja fram samninga við fyrirtækið en vonandi þurfi ekki að grípa til allsherjarverkfalls til að knýja fram samninga. Talsmaður fyrirtækisins segir mikla þörf á að hagræða enda hafi ekki verið hagnaður af álverinu frá árinu 2011. Þótt hópur yfirmanna hafi fengið blessun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær til að ganga í störf hafnarverkamanna í Straumsvík, er ljóst að yfirmennirnir hafa ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn. Því er ljóst að flutningaskipið í Straumsvíkurhöfn fer þaðan án þess að vera fulllestað. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir verkalýðsfélögin í álverinu íhuga næstu skref eftir að sýslumaður samþykkti í gær að 15 yfirmenn, þar af fimm stjórnarmenn og þrír af þeim í Frakklandi, mættu skipa út áli í Straumsvík. „Þetta kom okkur verulega á óvart að tólf manns gætu komið hingað inn. Framkvæmdastjórar og skrifstofufólk hér á svæðinu,“ segir Kolbeinn. Honum sýnist þetta fólk ekki ráða vel við verkefnið. Mér sýnist nú dagurinn hafa farið í það hjá þeim að reyna að læra handtökin og hvernig á að koma að vinnu,“ bætir hann við.Hægt að stöðva vinnu á verkstæðumEngan bilbug sé að finna á verkalýðsfélögunum enda fari þetta skip væntanlega hálflestað frá Straumsvík. Margt bendi til að fyrirtækið sé að reyna að þvinga verkalýðshreyfinguna í allsherjarverkfall. „Við eigum ýmislegt annað til að gera. Það er hægt að fara í það að stoppa vinnu á verkstæðum og annað. Það myndi hafa áhrif á þjónustuna við kerskálann og steypuskálann. Um leið og tækin fara að bila seinkar vinnunni. Það er ýmislegt hægt að gera en við skulum bara vona að við þurfum ekki að fara þær leiðir,“ segir Kolbeinn. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið ekki hafa séð hagnað að neinu ráð frá árinu 2011. Fyrirtækið vilji sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu um útvistun tiltekinna verkefna til hagræðingar. „Þannig að það segir sig sjálft að við verðum að leita allra leiða til að hagræða. Það höfum við verið að gera á undanförnum árum á öllum sviðum sem við getum. Söluverðmæti okkar vöru lækkaði á síðasta ári um 28 prósent. Það er ekkert smáræðis högg fyrir okkur,“ segir Ólafur Teitur. Álverið hefur verið lágt um nokkurn tíma og móðurfélag Ísal, Rio Tinto Alcan, hefur lokað nokkrum álverum á undanförnum árum.Er þetta fyrirtæki kannski í hættu með að því verði lokað?„Okkar hlutverk er auðvitað að sjá til þess að það verði ekki. Við höfum fulla trú á framtíðinni ef við fáum að leita þeirra leiða sem við getum til að tryggja hér hagkvæman og góðan rekstur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Tengdar fréttir Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast hafa ýmsar aðrar leiðir til að knýja fram samninga við fyrirtækið en vonandi þurfi ekki að grípa til allsherjarverkfalls til að knýja fram samninga. Talsmaður fyrirtækisins segir mikla þörf á að hagræða enda hafi ekki verið hagnaður af álverinu frá árinu 2011. Þótt hópur yfirmanna hafi fengið blessun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær til að ganga í störf hafnarverkamanna í Straumsvík, er ljóst að yfirmennirnir hafa ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn. Því er ljóst að flutningaskipið í Straumsvíkurhöfn fer þaðan án þess að vera fulllestað. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir verkalýðsfélögin í álverinu íhuga næstu skref eftir að sýslumaður samþykkti í gær að 15 yfirmenn, þar af fimm stjórnarmenn og þrír af þeim í Frakklandi, mættu skipa út áli í Straumsvík. „Þetta kom okkur verulega á óvart að tólf manns gætu komið hingað inn. Framkvæmdastjórar og skrifstofufólk hér á svæðinu,“ segir Kolbeinn. Honum sýnist þetta fólk ekki ráða vel við verkefnið. Mér sýnist nú dagurinn hafa farið í það hjá þeim að reyna að læra handtökin og hvernig á að koma að vinnu,“ bætir hann við.Hægt að stöðva vinnu á verkstæðumEngan bilbug sé að finna á verkalýðsfélögunum enda fari þetta skip væntanlega hálflestað frá Straumsvík. Margt bendi til að fyrirtækið sé að reyna að þvinga verkalýðshreyfinguna í allsherjarverkfall. „Við eigum ýmislegt annað til að gera. Það er hægt að fara í það að stoppa vinnu á verkstæðum og annað. Það myndi hafa áhrif á þjónustuna við kerskálann og steypuskálann. Um leið og tækin fara að bila seinkar vinnunni. Það er ýmislegt hægt að gera en við skulum bara vona að við þurfum ekki að fara þær leiðir,“ segir Kolbeinn. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið ekki hafa séð hagnað að neinu ráð frá árinu 2011. Fyrirtækið vilji sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu um útvistun tiltekinna verkefna til hagræðingar. „Þannig að það segir sig sjálft að við verðum að leita allra leiða til að hagræða. Það höfum við verið að gera á undanförnum árum á öllum sviðum sem við getum. Söluverðmæti okkar vöru lækkaði á síðasta ári um 28 prósent. Það er ekkert smáræðis högg fyrir okkur,“ segir Ólafur Teitur. Álverið hefur verið lágt um nokkurn tíma og móðurfélag Ísal, Rio Tinto Alcan, hefur lokað nokkrum álverum á undanförnum árum.Er þetta fyrirtæki kannski í hættu með að því verði lokað?„Okkar hlutverk er auðvitað að sjá til þess að það verði ekki. Við höfum fulla trú á framtíðinni ef við fáum að leita þeirra leiða sem við getum til að tryggja hér hagkvæman og góðan rekstur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Tengdar fréttir Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31
Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. 2. mars 2016 16:07