Bíó og sjónvarp

Svona væri Jurassic Park án risaeðla - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
það muna allir eftir þessari mynd og þessu atriði.
það muna allir eftir þessari mynd og þessu atriði. vísir
Jurassic Park er ein vinsælasta mynd allra tíma. Sú fyrsta kom út árið 1993 og markaði algjör tímamót í tæknibrellum í kvikmyndum. Steven Spielberg leikstýrði myndinni sem fékk magnaðar viðtökur á sínum tíma.

Risaeðlurnar leika mjög stórt hlutverk í myndunum en á dögunum setti einn YouTube notandi inn myndbrot úr fyrstu myndinni þar sem búið er að fjarlægja allar risaeðlur.

Umrætt atriði er þegar aðal sögupersónur myndarinnar sjá einmitt lifandi risaeðlur í fyrsta skipti og því nokkuð fyndið ef búið er að fjarlægja þær. Hér að neðan má sjá myndbrotið sem er nokkuð vinsælt á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×