Skapvondur fíll eyðilagði 27 ökutæki Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 15:10 Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent