
Ég gef kost á mér…
Ég býð mig fram til áframhaldandi góðrar hugsunar og skoðanagleði. Ég gef kost á mér til áframhaldandi einlægrar trúar á því að mér – og þér – er falið að gæta einhverrar stórkostlegustu auðlindar heims. Náttúru, þekkingar, tærleika og fegurðar Íslands og Íslendinga. Og Jarðar. Ég er tilbúin að axla þá ábyrgð sem felst í uppeldi barna minna, rekstri fyrirtækisins míns, menntun nemenda minna, þátttöku minni í sjálfboðastarfi og uppbyggingu á frábæru samfélagi. Þannig ætla ég að vera til fyrirmyndar, eins og þú, og marka mína arfleið.
Og ég er tilbúin að gera aðra ábyrga fyrir þeirra loforðum. Með því að vera á tánum. Með því að gefa ekki afslátt af væntingum mínum til kjörinna fulltrúa. Með því að halda seljendum við sín loforð um þjónustu og vöru á sanngjörnu verði og í miklum gæðum. Með því að uppræta spillingu – jafnvel þótt hún eigi sér stað hjá nágrönnum og vinum. Með því að kalla á stöðugar umbætur á þeim stjórnlagaramma sem leggur grunninn að góðu samfélagi.
Með því að gefa af mér en ekki hrifsa til mín. Með því að kjósa, styðja, hlusta, lesa og læra.
Erum við öll forsetar? Já, í raun. Með öllum okkar orðum og athöfnum erum við forgöngumenn. Við höfum margfalt meiri áhrif en afar okkar og ömmur.
Hugsanir okkar ná miklu lengra um samfélagsmiðla á þekkingaröld heldur en í pappírs-ræðum forfeðra okkar. En þeim völdum fylgir ábyrgð. Ábyrgð sem við þurfum að virða og rækta á hverju augnabliki.
Hverjir eru mestu áhrifamenn þessa lands. Peningamenn? Alþingismenn? Eða eru það kennarar landsins sem snerta hvert einasta mannsbarn með visku sinni og sýn. Eru það heilbrigðisstarfsmenn sem minna okkur á hvað það er sem skiptir í raun og veru mestu máli? Eru það foreldrar þessa lands sem leiðbeina æsku okkar um þau gildi sem byggja í raun og veru öflugt samfélag?
Er það ekki þú og ég?
Þjóðarleiðtogi er mikilvæg táknmynd. Með takmörkuð völd. Ætlun mín er ekki að gengisfella embættið. Ætlun mín er að minna þig á að þú og ég – án titils – erum miklu áhrifameiri í dag heldur en nokkur fulltrúi í táknrænu hvítu húsi.
Enginn er sjálfkjörinn til slíkrar ábyrgðar. Vöndum okkur. Þú færð mitt atkvæði.
Skoðun

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar

Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar

Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er...
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Samræmd próf gegn stéttaskiptingu
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Sameinandi afl í skotgröfunum?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk
Ingibjörg Ísaksen skrifar

VR og eldra fólk
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Betra og skilvirkara fjármálakerfi
Benedikt Gíslason skrifar