Erlend félög sækja í nýja flugherminn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 11:30 Flughermirinn er hýstur í Hafnarfirði. Þangað koma flugmenn víða að í þjálfun. Vísir/Ernir Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira