Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 16:33 Frá Hornafirði Vísir Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira