Innlent

Á­kærður fyrir að hafa 42 milljónir af ní­ræðum Alz­heimer-sjúk­lingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í ákæru segir að ákærða hafi ekki getað dulist ástand hins aldraða sjúklings.
Í ákæru segir að ákærða hafi ekki getað dulist ástand hins aldraða sjúklings. Vísir/Getty
Rúmlegar fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Austurlandi fyrir að hafa haustið 2014 notfært sér bágindi og fákunnáttu tæplega níræðs sjúklings á Suðausturlandi og þannig haft af honum 42 milljónir króna. Málið var til meðferðar við Héraðsdóm Austurlands í morgun en ákærði, sem er Íslendingur búsettur erlendis, neitar sök. RÚV greindi fyrst frá.

Maðurinn tæplega níræði mun hafa verið haldinn minnistruflunum vegna langs gengins Alzheimere sjúkdóms og átt erfitt með að átta sig á tölum. Hinn ákærði á að hafa fengið manninn til að taka fyrrnefnda upphæð útaf reikningi hins aldraða og millifæra yfir á eigin reikning í þremur millifærslum, 1. ágúst og 8. september 2014.

Sökum framangreinds ástands mun maðurinn ekki hafa gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða. Í ákæru segir að ákærða hafi ekki getað dulist ástand hins aldraða sjúklings.

Lögmaður gerir kröfu fyrir hönd þess svikna að ákærði greiði honum 42 milljónirnar í skaðabætur auk vaxta. Þá verði hann einnig látinn greiða málskostnað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×