Gunnar: Tumenov virkar grjótharður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 12:55 Gunnar í búrinu í Las Vegas. vísir/getty „Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“ MMA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
„Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“
MMA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira