Viðskipti erlent

Kynnir Apple smærri iPhone?

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fyrri kynningu Apple.
Frá fyrri kynningu Apple. Vísir/EPA
Tæknirisinn Apple mun halda stóra kynningu á mánudaginn. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé þekkt fyrir að gefa lítið sem ekkert upp hafa fjölmargir lekar litið dagsins ljós á síðustu vikum og mánuðum. Meðal annars er talið öruggt að Apple muni kynna nýja smærri iPhone snjallsíma og nýjar spjaldtölvur.

Nýi snjallsíminn er talinn bera nafnið iPhone SE og byggja á hönnun iPhone 5s. Hann á að vera með fjögurra tommu skjá sem svignar örlítið við brúnirnar. 

Þá þykir líklegt að Apple muni kynna nýja 9,7 tommu spjaldtölvu, nýjar ólar fyrir Apple Watch og mögulega nýja uppfærslu á iOS, eða iOS 9,3.

Frekari upplýsingar um það sem kynnt verður má sjá hér á vef Apple Insider.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×