Dominos þróar pítsusendlavélmenni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2016 15:55 Svona lítur hið tignarlega vélmenni út. Mynd/Marathon Robotics Dominos vinnur nú hörðum höndum að því að þróa vélmenni sem sendir nýbakaðar pítsur beint heim að dyrum. Vélmennið er búið fjórum hjólum og sérstökum skynjurum sem gerir því kleyft að komast framhjá hindrunum sem verða á vegi þess. Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. Í því er hitageymsla þar sem koma má fyrir allt að tíu pítsum. Einnig er vélmennið útbúið kæli svo að drykkirnir haldist nú kaldir. Þegar komið er heim að dyrum þurfa svangir viðskiptavinir Dominos að stimpla inn kóða og opnast þá rétt hólf hitageymslunnar. Það verður að játast að þetta hljómar grunsamlega líkt auglýsingabrellu af hálfu Dominos en í samtali við bandaríska vefmiðilinn Mashable staðfesti forstjóri Dominos að vélmenni væri í raun og veru í þróun fyrir Dominos. Aðdáendur Dominos hér á landi þurfa þó að bíða eftir að vélmennið sjáist á götum landsins. Það er Dominos í Ástralíu sem stendur að þróun vélmennisins í samstarfi við Marathon Robotics, fyrirtæki sem hingað til hefur sérhæft sig í að búa til skotmörk fyrir æfingar her- og lögreglumanna. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dominos vinnur nú hörðum höndum að því að þróa vélmenni sem sendir nýbakaðar pítsur beint heim að dyrum. Vélmennið er búið fjórum hjólum og sérstökum skynjurum sem gerir því kleyft að komast framhjá hindrunum sem verða á vegi þess. Vélmennið kemst allt að tuttugu kílómetra frá hverju útibúi Dominos. Í því er hitageymsla þar sem koma má fyrir allt að tíu pítsum. Einnig er vélmennið útbúið kæli svo að drykkirnir haldist nú kaldir. Þegar komið er heim að dyrum þurfa svangir viðskiptavinir Dominos að stimpla inn kóða og opnast þá rétt hólf hitageymslunnar. Það verður að játast að þetta hljómar grunsamlega líkt auglýsingabrellu af hálfu Dominos en í samtali við bandaríska vefmiðilinn Mashable staðfesti forstjóri Dominos að vélmenni væri í raun og veru í þróun fyrir Dominos. Aðdáendur Dominos hér á landi þurfa þó að bíða eftir að vélmennið sjáist á götum landsins. Það er Dominos í Ástralíu sem stendur að þróun vélmennisins í samstarfi við Marathon Robotics, fyrirtæki sem hingað til hefur sérhæft sig í að búa til skotmörk fyrir æfingar her- og lögreglumanna.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira