Í frétt CNN segir að óstaðfestar heimildir hermi að tveir hið minnsta hafi látið lífið og sjö særst í sjálfsvígssprengjuárás.
Myndir hafa birst af fólki á hlaupum, en sjúkrabílar eru á vettvangi og þyrlur sveima yfir hverfinu.
37 manns létu lífið í sjálfsvígssprengjuárás í tyrknesku höfuðborginni Ankara síðastliðinn sunnudag. Þá fórust þrettán manns í sjálfsvígssprengjuárás á Sultanahmet-torgi í Istanbúl í janúar, aðallega þýskir ferðamenn.
Mikil hætta er talin á hryðjuverkaárásum í Tyrklandi og létu þýsk stjórnvöld til að mynda loka sendiráði sínu í Ankara fyrr í vikunni og ræðismannaskrifstofu og skóla í Istanbúl.
Uppfært 11:02:
CNN greinir frá því að fjórir hafi látið lífið og tuttugu særst í sjálfsvígssprenjuárásinni.
Istanbul's istiqlal street being sealed off. Ambulances here. Witness told me he heard explosion, say a body pic.twitter.com/gWDb307xer
— Richard Engel (@RichardEngel) March 19, 2016