Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 21:12 Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira