Samfylkingin á tímamótum með sögulega lágt fylgi Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2016 08:30 Árni Páll Árnason er fimmti formaður Samfylkingarinnar og sá yngsti til að ná kjöri, 46 ára gamall. Hann tók við af Jóhönnu Sigurðardóttur sem naut trausts og ákveðinna vinsælda innan flokksins á meðan hún gegndi embættinu á árunum 2009 til 2013. Vísir/Valli „Ég hef nú ekkert verið að hugsa þetta mikið og ætla bara að velta því áfram fyrir mér,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, um hvort hann bjóði sig fram að nýju í embættið. „Það er gaman að sjá að það koma margir fram á sjónarsviðið og eru tilbúnir að gefa kost á sér. Það er sjálfsagt að gefa öðrum pláss líka,“ segir Árni. Þrír frambjóðendur eru komnir fram í embætti formanns Samfylkingarinnar. Fyrstur reið á vaðið Helgi Hjörvar, þingmaður til þrettán ára. Því næst steig Magnús Orri Schram fram en hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna á síðasta kjörtímabili en starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent. Á fimmtudag tilkynnti Oddný Harðardóttir, þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra, um framboð sitt. Oddný sagði við það tilefni að hún gæti ekki beðið með framboð eftir því að Árni Páll ákveddi sig.Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir brýnt að formannskosningin fari fram. „Flokkurinn fylkir sér að baki formanni hver sem hann verður. Ég held að kosningarnar snúist ekki um persónu heldur málefni og framtíðarsýn. Flokkurinn gerir sér grein fyrir því að það skiptir kannski ekki máli hver er formaður heldur hvernig hann ætlar að vinna með flokknum og hvernig samstarfið er.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja margir ungliðar í flokknum dyggilega við bakið á Magnúsi Orra Schram á meðan Oddný nýtur sterks kvennafylgis. Þeir kunnugir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að formannskosningin snúist um framtíðarsýn. Annars vegar kjósi flokkurinn á milli Oddnýjar sem hefur yfirbragð hógværðar, einkenni sem þótti eftirsóknanvert í stjórnmálum á árunum eftir hrun. Hins vegar sé Magnús Orri kraftmikill og leggi mikla áherslu á atvinnulífið, hann sé þess utan efnaður og kannski sá formaður sem Samfylkingin telur vænlegri til vinnings í efnahagsuppgangi. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að ekki megi vanmeta Helga sem frambjóðanda þó fólki þyki frekar málum blandið hvernig formaður hann yrði. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur „Leiðtogi flokks þarf að geta orðað stefnu flokksins þannig að kjósendur skilji. Hinsvegar er svigrúmið ekki mikið fyrir formann því hann er bundinn af stefnu og sögu flokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að kosningin snúist að einhverju leyti um málefni sé þetta fyrst og fremst persónukosning. „Þeir frambjóðendur sem komnir eru fram eru væntanlega að takast aðeins á hugmyndafræðilega um hvort flokkurinn eigi að fara nær vinstri eða miðju.“ Hún segir að Samfylkingin og aðrir flokkar eigi erfitt með að afmarka sig hugmyndafræðilega í nýtímanum. „Núna eru flokkarnir meira og minna á miðju, sumir aðeins meira til velferðarmála og aðeins minna til velferðarmála. Almenningur þekkir ekki muninn á jafnaðarmennsku eða frjálslyndi en sá merkimiði þýddi eitthvað einu sinni.“ Stefanía segir að Oddný búi að mikilli reynslu í stjórnmálum, sérstaklega sem ráðherra. Aftur á móti geti reynst erfitt fyrir Magnús Orra að vera ekki á þingi. „En það gætu samt verið veigaminni rök. Á móti kemur að það er grasrótin sem kýs formann og það þarf ekkert að vera að fólk kveiki á þessu.“ Þess má geta að Katrín Júlíusdóttir, varaformaður og þingmaður Suðvesturkjördæmis, hefur tilkynnt að hún ætli að hætta á þingi í lok kjörtímabilsins. Í sama kjördæmi situr Árni Páll formaður. Fari svo að Magnús Orri, sem er þriðji á lista í kjördæminu, verði kosinn formaður verður að teljast líklegt að annað þeirra hætti fyrir lok kjörtímabilsins svo formaðurinn sé á þingi. Eitt framboð er komið í varaformannsembætti flokksins en það er framboð Semu Erlu Serdar. Álitsgjafar Fréttablaðsins segja að afar ólíklegt sé að tvær konur yrðu kosnar í embætti formanns og varaformanns. Því yrði karl að bjóða sig fram í varaformanninn til að hlauta kjör á móti Oddnýju, fari svo að hún verði formaðu Silja ÁstþórsdóttirSaga klofninga og uppgjörs Samfylkingin er ekki endilega að klofna en henni vegnar ekki vel,“ segir Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur um stöðuna innan Samfylkingarinnar nú. Sumarliði skrifaði meðal annars sögu ASÍ og er fróður um sögu jafnaðarmanna í Evrópu. „Það er ekki einsdæmi að jafnaðarmenn eigi erfitt hér heldur ríkir vandi um alla álfuna. Jafnaðarmenn urðu aldrei eins öflugir hér og á hinum norðurlöndunum en þar eiga jafnaðarmenn líka í erfiðleikum nú. Þeir eru að missa fylgi til popúlista, hvort sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.“ Alþýðuflokkurinn var stofnaður fyrir hundrað árum síðan. „Flokkurinn varð aldrei það forystuafl sem hann varð annarsstaðar. Svo klofnar flokkurinn trekk í trekk til dæmis árið 1930, 1938, 1956 og upp úr 1980. Honum tókst á millistríðsárunum að verða nokkuð öflugur en þegar honum er að vegna best er hann kannski með fjórðung atkvæða. Á hinum norðurlöndunum höfðu kratarnir þessa stöðu sem Sjálfstæðisflokkur hafði hér.“ Sumarliði segir að samanlagt hafi jafnaðarmenn og sá flokkur hverju sinni sem er til vinstri við jafnaðarmenn haft nokkuð sterka stöðu. „En þeir gátu bara ekki unnið saman nema sjaldan. Þegar kom að Kalda stríðinu voru þeir sitthvoru megin hvað varðar þær línur. Þá unnu þessir flokkar ekki saman og börðust um yfirráðin í verkalýðshreyfingunni.“ Hann segir að róttækari öfl eigi jafnvel betur upp á pallborðið hjá Íslendingum en jafnaðarmenn. „Það eru kannski margar skýringar á því af hverju hinir róttæku verða hlutfallslega sterkir hér. Ísland var miklu fátækara samfélag en á honum norðurlöndunum langt fram eftir tuttugustu öld. En svo verða róttækir vinstrimenn líka róttækir þjóðernissinnar og það tengist Kalda stríðinu. Það veldur því að róttækir vinstrimenn fá meiri stuðning.“ Aðspurður hvort tilvist Framsóknarflokksins, sem flokks sem kallar sig miðjuflokk með áherslu á félagshyggju, geti saxað á fylgi Samfylkingar segir Sumarliði: „Framsóknarflokkurinn er bændaflokkur sem svipar til þess sem er til á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því að hann fær hlutfallslega miklu fleiri þingmenn en hann ætti að fá er í raun hvernig kjördæmaskipanin er. Af því það er ekki jafnt vægi atkvæða. Bændaflokkar eru félagshyggjuflokkar sem styðja samvinnu bænda og líta oft á að þeir eigi að vera í bandalagi við alþýðuna í bæjunum. En það hefur dregið mjög í sundur hvað þetta varðar.“ „Ég held að kreppan sem er núna hjá vinstriflokkunum stafi af því að þó margt hafi tekist vel í þessari einu hreinu vinstristjórn sem verið hefur á Íslandi, þá voru líka gerð mörg mistök. Einhvernveginn lukkast mönnum ekki að gera þau almennilega upp. Svo er þetta líka forystuvandi. Ef Framsóknarflokkurinn er borinn saman við þessa tvo vinstri flokka þá sést að honum tekst að endurnýja sig en það gera vinstriflokkarnir ekki nema að litlu leyti. Það er enn sama fólk í brúnni og var fyrir hrun sem er ekkert sérstaklega trúverðugt.“ Hann bendir á að fleiri flokkar hafi klofnað. „En ekki í sama mæli. Hinsvegar sér maður ekki endilega að Samfylkingin sé að klofna núna þrátt fyrir alla erfiðleikana. Það er frekar að hún sé bara að hverfa.“Silja Ástþórsdóttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
„Ég hef nú ekkert verið að hugsa þetta mikið og ætla bara að velta því áfram fyrir mér,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, um hvort hann bjóði sig fram að nýju í embættið. „Það er gaman að sjá að það koma margir fram á sjónarsviðið og eru tilbúnir að gefa kost á sér. Það er sjálfsagt að gefa öðrum pláss líka,“ segir Árni. Þrír frambjóðendur eru komnir fram í embætti formanns Samfylkingarinnar. Fyrstur reið á vaðið Helgi Hjörvar, þingmaður til þrettán ára. Því næst steig Magnús Orri Schram fram en hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna á síðasta kjörtímabili en starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent. Á fimmtudag tilkynnti Oddný Harðardóttir, þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra, um framboð sitt. Oddný sagði við það tilefni að hún gæti ekki beðið með framboð eftir því að Árni Páll ákveddi sig.Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir brýnt að formannskosningin fari fram. „Flokkurinn fylkir sér að baki formanni hver sem hann verður. Ég held að kosningarnar snúist ekki um persónu heldur málefni og framtíðarsýn. Flokkurinn gerir sér grein fyrir því að það skiptir kannski ekki máli hver er formaður heldur hvernig hann ætlar að vinna með flokknum og hvernig samstarfið er.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja margir ungliðar í flokknum dyggilega við bakið á Magnúsi Orra Schram á meðan Oddný nýtur sterks kvennafylgis. Þeir kunnugir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að formannskosningin snúist um framtíðarsýn. Annars vegar kjósi flokkurinn á milli Oddnýjar sem hefur yfirbragð hógværðar, einkenni sem þótti eftirsóknanvert í stjórnmálum á árunum eftir hrun. Hins vegar sé Magnús Orri kraftmikill og leggi mikla áherslu á atvinnulífið, hann sé þess utan efnaður og kannski sá formaður sem Samfylkingin telur vænlegri til vinnings í efnahagsuppgangi. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að ekki megi vanmeta Helga sem frambjóðanda þó fólki þyki frekar málum blandið hvernig formaður hann yrði. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur „Leiðtogi flokks þarf að geta orðað stefnu flokksins þannig að kjósendur skilji. Hinsvegar er svigrúmið ekki mikið fyrir formann því hann er bundinn af stefnu og sögu flokksins,“ segir Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að kosningin snúist að einhverju leyti um málefni sé þetta fyrst og fremst persónukosning. „Þeir frambjóðendur sem komnir eru fram eru væntanlega að takast aðeins á hugmyndafræðilega um hvort flokkurinn eigi að fara nær vinstri eða miðju.“ Hún segir að Samfylkingin og aðrir flokkar eigi erfitt með að afmarka sig hugmyndafræðilega í nýtímanum. „Núna eru flokkarnir meira og minna á miðju, sumir aðeins meira til velferðarmála og aðeins minna til velferðarmála. Almenningur þekkir ekki muninn á jafnaðarmennsku eða frjálslyndi en sá merkimiði þýddi eitthvað einu sinni.“ Stefanía segir að Oddný búi að mikilli reynslu í stjórnmálum, sérstaklega sem ráðherra. Aftur á móti geti reynst erfitt fyrir Magnús Orra að vera ekki á þingi. „En það gætu samt verið veigaminni rök. Á móti kemur að það er grasrótin sem kýs formann og það þarf ekkert að vera að fólk kveiki á þessu.“ Þess má geta að Katrín Júlíusdóttir, varaformaður og þingmaður Suðvesturkjördæmis, hefur tilkynnt að hún ætli að hætta á þingi í lok kjörtímabilsins. Í sama kjördæmi situr Árni Páll formaður. Fari svo að Magnús Orri, sem er þriðji á lista í kjördæminu, verði kosinn formaður verður að teljast líklegt að annað þeirra hætti fyrir lok kjörtímabilsins svo formaðurinn sé á þingi. Eitt framboð er komið í varaformannsembætti flokksins en það er framboð Semu Erlu Serdar. Álitsgjafar Fréttablaðsins segja að afar ólíklegt sé að tvær konur yrðu kosnar í embætti formanns og varaformanns. Því yrði karl að bjóða sig fram í varaformanninn til að hlauta kjör á móti Oddnýju, fari svo að hún verði formaðu Silja ÁstþórsdóttirSaga klofninga og uppgjörs Samfylkingin er ekki endilega að klofna en henni vegnar ekki vel,“ segir Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur um stöðuna innan Samfylkingarinnar nú. Sumarliði skrifaði meðal annars sögu ASÍ og er fróður um sögu jafnaðarmanna í Evrópu. „Það er ekki einsdæmi að jafnaðarmenn eigi erfitt hér heldur ríkir vandi um alla álfuna. Jafnaðarmenn urðu aldrei eins öflugir hér og á hinum norðurlöndunum en þar eiga jafnaðarmenn líka í erfiðleikum nú. Þeir eru að missa fylgi til popúlista, hvort sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.“ Alþýðuflokkurinn var stofnaður fyrir hundrað árum síðan. „Flokkurinn varð aldrei það forystuafl sem hann varð annarsstaðar. Svo klofnar flokkurinn trekk í trekk til dæmis árið 1930, 1938, 1956 og upp úr 1980. Honum tókst á millistríðsárunum að verða nokkuð öflugur en þegar honum er að vegna best er hann kannski með fjórðung atkvæða. Á hinum norðurlöndunum höfðu kratarnir þessa stöðu sem Sjálfstæðisflokkur hafði hér.“ Sumarliði segir að samanlagt hafi jafnaðarmenn og sá flokkur hverju sinni sem er til vinstri við jafnaðarmenn haft nokkuð sterka stöðu. „En þeir gátu bara ekki unnið saman nema sjaldan. Þegar kom að Kalda stríðinu voru þeir sitthvoru megin hvað varðar þær línur. Þá unnu þessir flokkar ekki saman og börðust um yfirráðin í verkalýðshreyfingunni.“ Hann segir að róttækari öfl eigi jafnvel betur upp á pallborðið hjá Íslendingum en jafnaðarmenn. „Það eru kannski margar skýringar á því af hverju hinir róttæku verða hlutfallslega sterkir hér. Ísland var miklu fátækara samfélag en á honum norðurlöndunum langt fram eftir tuttugustu öld. En svo verða róttækir vinstrimenn líka róttækir þjóðernissinnar og það tengist Kalda stríðinu. Það veldur því að róttækir vinstrimenn fá meiri stuðning.“ Aðspurður hvort tilvist Framsóknarflokksins, sem flokks sem kallar sig miðjuflokk með áherslu á félagshyggju, geti saxað á fylgi Samfylkingar segir Sumarliði: „Framsóknarflokkurinn er bændaflokkur sem svipar til þess sem er til á Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir því að hann fær hlutfallslega miklu fleiri þingmenn en hann ætti að fá er í raun hvernig kjördæmaskipanin er. Af því það er ekki jafnt vægi atkvæða. Bændaflokkar eru félagshyggjuflokkar sem styðja samvinnu bænda og líta oft á að þeir eigi að vera í bandalagi við alþýðuna í bæjunum. En það hefur dregið mjög í sundur hvað þetta varðar.“ „Ég held að kreppan sem er núna hjá vinstriflokkunum stafi af því að þó margt hafi tekist vel í þessari einu hreinu vinstristjórn sem verið hefur á Íslandi, þá voru líka gerð mörg mistök. Einhvernveginn lukkast mönnum ekki að gera þau almennilega upp. Svo er þetta líka forystuvandi. Ef Framsóknarflokkurinn er borinn saman við þessa tvo vinstri flokka þá sést að honum tekst að endurnýja sig en það gera vinstriflokkarnir ekki nema að litlu leyti. Það er enn sama fólk í brúnni og var fyrir hrun sem er ekkert sérstaklega trúverðugt.“ Hann bendir á að fleiri flokkar hafi klofnað. „En ekki í sama mæli. Hinsvegar sér maður ekki endilega að Samfylkingin sé að klofna núna þrátt fyrir alla erfiðleikana. Það er frekar að hún sé bara að hverfa.“Silja Ástþórsdóttir
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira