Fótbolti

Ótrúlegar lokamínútur þegar Elmar og félagar gerðu jafntefli í Álaborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmar í leiknum í Álaborg í dag.
Elmar í leiknum í Álaborg í dag. vísir/getty
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir AGF sem gerði 2-2 jafntefli við AaB á útivelli í dönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Elmar og félagar eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum og sitja í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 24 stig.

Lokamínúturnar í leik kvöldsins voru ævintýralegar. Lukas Spalvis kom AaB yfir á 32. mínútu og þannig var staðan fram á 87. mínútu þegar Morten Duncan Rasmussen jafnaði metin fyrir AGF.

AGF fékk vítaspyrnu á fyrstu mínútu í uppbótartíma en Nicolai Larsen varði spyrnu Rasmussen. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Jens Jonsson, miðjumaður AGF, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark og staðan AaB því orðin vænleg.

En Elmar og félagar voru ekki hættir og markvörðurinn Steffen Rasmussen jafnaði metin í 2-2 með skalla eftir hornspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×