Fékk hæli en ekkert húsaskjól Una Sighvatsdóttir skrifar 18. mars 2016 19:30 Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar. Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Fréttamaður kom að Jamal Abdi, 24 ára sómölskum flóttamanni, þar sem hann sat ráðalaus á bak við ruslagáma á Grensásvegi með allar eigur sínar. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég ætla bara að vera hér," sagði Jamal í samtali við fréttamann og benti á hornið þar sem hann hafði komið fyrir lítilli ferðatösku og tveimur ruslapokum með fatnaði, fyrir utan húsið þar sem hælisleitendur hafa gistingu.Missir húsnæðið um leið og hann fær hæli Þúsundir Sómala hafa síðustu ár flúið undan átökum í heimalandinu, margir þeirra sækja um hæli í Svíþjóð, en fæstir þeirra ná alla leið til Íslands. Jamal fékk viðurkennda stöðu flóttamanns á Íslandi í byrjun mars. Hann er því kominn með kennitölu og dvalarleyfi, en þar með er það upptalið. Á meðan hælisumsókn er til skoðunar útvegar Útlendingastofnun hælisleitendum húsnæði, en eftir að þeir fá viðurkennda stöðu flóttamanns er engin önnur stofnun í kerfinu sem tekur við. Jamal fékk tveggja vikna frest til að finna eigið húsnæði, en hann er ekki kominn með vinnu og því peningalaus. Í dag kom lögreglan og vísaði honum út. „Ég er búinn að vera sjö mánuði á Íslandi. Ég bað um hæli og þau sögðu já, en ég fæ ekki hjálp með neitt annað. Ekki húsnæði, ekki skóla, þau sögðu bara „þú fékkst kennitölu en þú þarft að fara"."Dæmi um gloppu í kerfinu Mál Jamals er dæmi um þann mikla aðstöðumun sem flóttamenn búa við á Íslandi eftir því hvort þeir komast hingað af eigin rammleik eða sem svo kallaðir kvótaflóttamenn í boði ríkisins. Lagalega er réttarstaða þeirra hin sama, en kvóttaflóttamenn fá mikla félagslega aðstoð, húsnæði, stuðningsfjölskyldur og tungumálanám, sem aðrir flóttamenn njóta ekki. Rauði krossinn hefur bent á að jafna þurfi þennan aðstöðumun því almennir flóttamenn, eins og Jamal, geti fyrir vikið átt mun erfiðara með að aðlagast og verða virkir samfélagsþegnar.
Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira