Sparissjóðsstjórinn ákærður fyrir 730 milljóna króna lánveitingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. mars 2016 15:27 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Ákæran gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna en af þeim töpuðust um 730 milljónir. Kjarninn birti ákæruna í dag en sagt var frá því að ákæra hefði verið gefin út á hendur sparisjóðsstjóranum fyrrverandi í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán. Lánið var fært yfir í Sparisjóðabankanna, sem þá hét Icebank, sem notað var sem handveð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum félagsins Suðurnesjamanna ehf. gagnvart bankanum. 22. September árið 2008, um þremur mánuðum eftir að lánið hjá sparisjóðnum fékkst var gengið að allir innistæðu reikningsins til að greiða upp skuld Suðurnesjamanna við bankann. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins til Duggs og var hún afskrifuðu í júlí á síðasta ári. Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum en við framsalið eignaðist dótturfélag sjóðsins kröfu á Fossvogshyl. Á endanum fengust um 50 milljónir upp í kröfurnar. Enginn lánasamningur mun hafa verið gerður og ekki gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd, að því er segir í ákærunni. Félagið var síðar framselt til sonar Geirmundar, Sverris, í mars árið 2008. Lánveiting var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars árið 2010 eftir að krafa Víkna var færð yfir í sjóðinn og flokkuð þar sem útlán. Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Ákæran gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna en af þeim töpuðust um 730 milljónir. Kjarninn birti ákæruna í dag en sagt var frá því að ákæra hefði verið gefin út á hendur sparisjóðsstjóranum fyrrverandi í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán. Lánið var fært yfir í Sparisjóðabankanna, sem þá hét Icebank, sem notað var sem handveð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum félagsins Suðurnesjamanna ehf. gagnvart bankanum. 22. September árið 2008, um þremur mánuðum eftir að lánið hjá sparisjóðnum fékkst var gengið að allir innistæðu reikningsins til að greiða upp skuld Suðurnesjamanna við bankann. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins til Duggs og var hún afskrifuðu í júlí á síðasta ári. Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum en við framsalið eignaðist dótturfélag sjóðsins kröfu á Fossvogshyl. Á endanum fengust um 50 milljónir upp í kröfurnar. Enginn lánasamningur mun hafa verið gerður og ekki gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd, að því er segir í ákærunni. Félagið var síðar framselt til sonar Geirmundar, Sverris, í mars árið 2008. Lánveiting var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars árið 2010 eftir að krafa Víkna var færð yfir í sjóðinn og flokkuð þar sem útlán.
Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira