Viðskipti innlent

Sparissjóðsstjórinn ákærður fyrir 730 milljóna króna lánveitingar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga.
Ákæran gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna en af þeim töpuðust um 730 milljónir. Kjarninn birti ákæruna í dag en sagt var frá því að ákæra hefði verið gefin út á hendur sparisjóðsstjóranum fyrrverandi í gær.

Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán. Lánið var fært yfir í Sparisjóðabankanna, sem þá hét Icebank, sem notað var sem handveð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum félagsins Suðurnesjamanna ehf. gagnvart bankanum. 

22. September árið 2008, um þremur mánuðum eftir að lánið hjá sparisjóðnum fékkst var gengið að allir innistæðu reikningsins til að greiða upp skuld Suðurnesjamanna við bankann. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins til Duggs og var hún afskrifuðu í júlí á síðasta ári.

Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum en við framsalið eignaðist dótturfélag sjóðsins kröfu á Fossvogshyl. Á endanum fengust um 50 milljónir upp í kröfurnar.

Enginn lánasamningur mun hafa verið gerður og ekki gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd, að því er segir í ákærunni. Félagið var síðar framselt til sonar Geirmundar, Sverris, í mars árið 2008. Lánveiting var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars árið 2010 eftir að krafa Víkna var færð yfir í sjóðinn og flokkuð þar sem útlán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×