Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 18. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. Fréttablaðið/EPA Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira