Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í ár Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2016 15:40 Allir vinningshafar og tilnefndir. Vísir/Stefán Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Natura í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti verðlaunin. Þetta er í ellefta sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Thorvaldsensfélagið og verkefnið Frú Ragnheiður. Draumasetrið hlaut verðlaunin í flokknum Hvunndagshetjan. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út úr samfélagið á ný. Hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka Draumasetrið, þar sem hugmyndafræðin er að elska fólk til lífs. Setrið hefur verið starfrækt í nokkur ár án aðkomu ríkis eða sveitarfélaga. Þangað geta nokkrir tugir einstaklinga leitað eftir meðferðir, sem kannski fá ekki inni annars staðar eða eru jafnvel búnir að brenna allar brýr að baki sér. Íbúar greiða lága leigu, allir mæta á morgunfundi, sinna húsverkum og taka þátt. Íbúar búa við öryggi og skipulag, oft í fyrsta sinn á ævinni. Þau Hlín Baldvinsdóttir og Hermann Ragnarsson voru einnig tilnefnd í þessum flokki. Í flokknum Frá kynslóði til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið. Dýrleif hefur þjálfað sund hjá sundfélaginu Óðni í hartnær tuttugu ár. Það segir meira en mörg ár að sundæfingar í Glerárlaug á Akureyri ganga undir nafninu Dillusund. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu enda hefur sundiðkun barna verið henni hjartans mál um áratuga skeið. Hún lætur ekki nægja sér að kenna börnum sundtök heldur vinnur að því að efla sjálfstraust þeirra og sýna þeim að þau geta mun meira en þau halda sjálf. Hún heldur mót þar sem allir sigra og fá að kynnast því hvernig er að keppa. Sonur Dýrleifar, Steinar, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd en hún var að sjálfsögðu stödd fyrir norðan að halda utan um sundmót. Einnig hlutu tilnefningu Ólöf Kristín Sívertsen og Marita fræðslan. Heiðursverðlaunin hlutu stöllurnar í Á allra vörum. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safna fyrir ýmsum mikilvægum málefnum. Frá árinu 2008 hafa þær safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Verkefnin sem safnað hefur verið fyrir eru fjölmörg, Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Ljósið, Neistinn, Leiðarljós, fyrir geðheilbrigðismál og nú síðast fyrir samtökin Erindi sem berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga þar sem safnað var fyrir samskiptasetri fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra þerira og fjölskyldur. Hver söfnun hefur, ásamt því að laða að mikið fjármagn, vakið verðskuldaða athygli á málefninu hverju sinni. Þúsundir einstaklinga hafa þannig notið góðs af starfi Elísabetar, Gróu og Guðnýjar. Stöllurnar í Á alllra vörum hafa einnig verið öðrum sem sinna góðgerðarstarfi hvatning og fyrirmynd. Þá hlaut Sólveig Sigurðardóttir verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin fyrir starf við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Starf Sólveigar hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis og hún hefur verið fjölda fólks hvatning. Sólveig sjálf náði miklum árangri með heilsu sína fyrir fjórum árum. Hún glímdi við margskonar mein, en með fjölbreyttu mataræði, hreyfingu og andlegri uppbyggingu án öfga tókst hún á við sjúkdóma sína og er þannig góð fyrirmynd. Hún heldur úti Facebook síðu þar sem hún hefur mörg þúsund fylgjendur, auk þess sem hún heldur námskeið. Sólveig talar opinskátt um reynslu sína og miðlar mikilli hvatningu. Sólveig hefur verið virk í félagsstarfi fyrir þá sem vinna gegn offitu. Hún hefur gefið mörgum von um bata og styrk til að vinna í sínum sjúkdómum. Í flokknum voru einnig tilnefnd Tara Ösp Tjörvarsdóttir og fréttasíðan Iceland News Polska. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Natura í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti verðlaunin. Þetta er í ellefta sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Thorvaldsensfélagið og verkefnið Frú Ragnheiður. Draumasetrið hlaut verðlaunin í flokknum Hvunndagshetjan. Draumasetrið er áfangaheimili fyrir þá sem eru að koma úr meðferð til að ná áttum og komast út úr samfélagið á ný. Hjónin Ólafur Haukur Ólafsson og Elín Arna Arnardóttir reka Draumasetrið, þar sem hugmyndafræðin er að elska fólk til lífs. Setrið hefur verið starfrækt í nokkur ár án aðkomu ríkis eða sveitarfélaga. Þangað geta nokkrir tugir einstaklinga leitað eftir meðferðir, sem kannski fá ekki inni annars staðar eða eru jafnvel búnir að brenna allar brýr að baki sér. Íbúar greiða lága leigu, allir mæta á morgunfundi, sinna húsverkum og taka þátt. Íbúar búa við öryggi og skipulag, oft í fyrsta sinn á ævinni. Þau Hlín Baldvinsdóttir og Hermann Ragnarsson voru einnig tilnefnd í þessum flokki. Í flokknum Frá kynslóði til kynslóðar hlaut Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir verðlaun fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við sundþjálfun barna um nær tveggja áratuga skeið. Dýrleif hefur þjálfað sund hjá sundfélaginu Óðni í hartnær tuttugu ár. Það segir meira en mörg ár að sundæfingar í Glerárlaug á Akureyri ganga undir nafninu Dillusund. Fyrstu árin sinnti hún sundþjálfuninni í sjálfboðavinnu enda hefur sundiðkun barna verið henni hjartans mál um áratuga skeið. Hún lætur ekki nægja sér að kenna börnum sundtök heldur vinnur að því að efla sjálfstraust þeirra og sýna þeim að þau geta mun meira en þau halda sjálf. Hún heldur mót þar sem allir sigra og fá að kynnast því hvernig er að keppa. Sonur Dýrleifar, Steinar, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd en hún var að sjálfsögðu stödd fyrir norðan að halda utan um sundmót. Einnig hlutu tilnefningu Ólöf Kristín Sívertsen og Marita fræðslan. Heiðursverðlaunin hlutu stöllurnar í Á allra vörum. Þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir safna fyrir ýmsum mikilvægum málefnum. Frá árinu 2008 hafa þær safnað hundruðum milljóna í góðgerðarstörf og vakið verðskuldaða athygli á ýmsum málefnum. Verkefnin sem safnað hefur verið fyrir eru fjölmörg, Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Ljósið, Neistinn, Leiðarljós, fyrir geðheilbrigðismál og nú síðast fyrir samtökin Erindi sem berjast fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga þar sem safnað var fyrir samskiptasetri fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra þerira og fjölskyldur. Hver söfnun hefur, ásamt því að laða að mikið fjármagn, vakið verðskuldaða athygli á málefninu hverju sinni. Þúsundir einstaklinga hafa þannig notið góðs af starfi Elísabetar, Gróu og Guðnýjar. Stöllurnar í Á alllra vörum hafa einnig verið öðrum sem sinna góðgerðarstarfi hvatning og fyrirmynd. Þá hlaut Sólveig Sigurðardóttir verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Sólveig hlaut verðlaunin fyrir starf við að eyða fordómum fyrir offitu og að vekja fjölda fólks til vonar um betra líf. Starf Sólveigar hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis og hún hefur verið fjölda fólks hvatning. Sólveig sjálf náði miklum árangri með heilsu sína fyrir fjórum árum. Hún glímdi við margskonar mein, en með fjölbreyttu mataræði, hreyfingu og andlegri uppbyggingu án öfga tókst hún á við sjúkdóma sína og er þannig góð fyrirmynd. Hún heldur úti Facebook síðu þar sem hún hefur mörg þúsund fylgjendur, auk þess sem hún heldur námskeið. Sólveig talar opinskátt um reynslu sína og miðlar mikilli hvatningu. Sólveig hefur verið virk í félagsstarfi fyrir þá sem vinna gegn offitu. Hún hefur gefið mörgum von um bata og styrk til að vinna í sínum sjúkdómum. Í flokknum voru einnig tilnefnd Tara Ösp Tjörvarsdóttir og fréttasíðan Iceland News Polska.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira