Strætó mun aka alla páskadagana, en yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudagsáætlun.
Í tilkynningu frá Strætó segir að á skírdag, fimmtudaginn 24. mars, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.
„Föstudaginn langa, 25. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laugardaginn 26. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Á páskadag, sunnudaginn 27. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annan í páskum, mánudaginn 28. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun,“ segir í tilkynningunni.
Allar nánari upplýsingar má fá á strætó.is.

