Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2016 11:08 Alls hafa átta boðað framboð til embættis forseta en búast má við að fleiri gefi kost á sér þegar nær dregur. vísir/gva Forsetaframbjóðendur eru nú í óðaönn við að safna meðmælum um allt land. Framboðsfrestur rennur út 21. maí næstkomandi en lögum samkvæmt þurfa frambjóðendur að skila inn meðmælum frá að minnsta kosti 1.500 kosningabærum mönnum úr öllum landsfjórðungum.En hvað þurfa meðmælendur að hafa í huga? Frambjóðendur fara ýmsar leiðir við að safna tilskyldum fjölda meðmælenda. Það getur verið vandasamt að safna þessum fjölda og fara frambjóðendur því ýmsar leiðir. Sumir taka upp símtækið og hringja í fólk, aðrir mæta á vinnustaði og skóla eða á fjölfarna staði á borð við Kringluna og Smáralind, svo fátt eitt sé nefnt. Það sem meðmælendur þurfa hins vegar að hafa í huga áður en þeir rita nafn sitt á blaðið er að enginn má mæla með fleirum en einum frambjóðanda. Ef þeir gera það þá verður sá hinn sami ekki meðmælandi neins. Þá þurfa allar upplýsingar að vera réttar, þ.e nafn og kennitala ásamt lögheimili en mikilvægt er að rétt lögheimili sé skráð í því kjördæmi sem við á. Jafnframt þurfa meðmælendur að rita nafn sitt með eigin hendi. Eyðublaðið er svo yfirfarið af kjörstjórn á hverjum stað.Hvað þarf til að geta boðið sig fram? Alls hafa níu boðað framboð til embættis forseta en búast má við að fleiri gefi kost á sér þegar nær dregur. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er kjörgengur til forseta hver 35 ára gamall maður sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis og hefur óflekkað mannorð. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3000. Sá sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri þá er hann kjörinn án atkvæðagreiðslu. Þá má forseti lýðveldisins ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.Sjá einnig: Lítið breyst í 64 árHverjir hafa boðað framboð? Aldrei fleiri hafa boðað framboð og nú, en sem fyrr segir eru frambjóðendur nú orðnir níu talsins. Í forsetakosningunum árið 1980 voru frambjóðendurnir fjórir. Þeim lauk með sigri Vigdísar Finnbogadóttur sem sat í embætti til ársins 1996. Þá voru frambjóðendur aftur fjórir talsins og þeirra á meðal var Ástþór Magnússon sem einnig gefur kost á sér í ár. Árið 2012 voru buðu sex einstaklingar sig fram, þrír karlar og þrjár konur. Frambjóðendur geta í mestalagið verið 159 talsins, að því gefnu að enginn frambjóðandi skili meiri en lágmarksfjölda meðmælenda. Þeir sem boðað hafa framboð í ár eru: • Ari Jósepsson vídeóbloggari. • Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000. • Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. • Halla Tómasdóttir athafnakona. • Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur. • Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur. • Sturla Jónsson vörubílstjóri • Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur. • Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Fleiri hafa gefið til kynna að þeir íhugi framboð. Það eru meðal annars Andri Snær Magnason rithöfundur, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vodafone, Linda Pétursdóttir athafnakona, Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlakona og fráfarandi forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins. Þá hafa fleiri nöfn borið á góma, til að mynda Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun fréttastofu 365 sem birt var 10. mars. Þar nýtur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, langmests stuðnings, en hún hyggur ekki á framboð í ár. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Forsetakönnun fréttastofuCreate bar charts Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44 Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20 „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Áttundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands segist ætla að nálgast embættið af auðmýkt en ekki með pólitískum hætti. 6. mars 2016 19:25 Katrín um ákvörðunina: Langaði ekki í forsetann „Í svona málum verður maður bara að fylgja hjartanu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Hún hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. 9. mars 2016 14:17 Salvör Nordal ætlar ekki í forsetaframboð Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni segir Salvör að áherslur hennar verði áfram á rannsóknir og samræður tengdar siðfræði og lýðræði. 14. mars 2016 22:22 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Bryndís Hlöðversdóttir íhugar forsetaframboð Segist hafa fengið áskoranir og þær hafi hreyft við henni. Ætlar að gefa svar fyrir páska. 10. mars 2016 10:15 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Ari kominn vel á veg við meðmælasöfnun Nú þegar hálft ár er til kosninga er forsetaframbjóðandinn Ari Jósepsson kominn með vilyrði frá rúmlega 100 kjósendum. 4. janúar 2016 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Forsetaframbjóðendur eru nú í óðaönn við að safna meðmælum um allt land. Framboðsfrestur rennur út 21. maí næstkomandi en lögum samkvæmt þurfa frambjóðendur að skila inn meðmælum frá að minnsta kosti 1.500 kosningabærum mönnum úr öllum landsfjórðungum.En hvað þurfa meðmælendur að hafa í huga? Frambjóðendur fara ýmsar leiðir við að safna tilskyldum fjölda meðmælenda. Það getur verið vandasamt að safna þessum fjölda og fara frambjóðendur því ýmsar leiðir. Sumir taka upp símtækið og hringja í fólk, aðrir mæta á vinnustaði og skóla eða á fjölfarna staði á borð við Kringluna og Smáralind, svo fátt eitt sé nefnt. Það sem meðmælendur þurfa hins vegar að hafa í huga áður en þeir rita nafn sitt á blaðið er að enginn má mæla með fleirum en einum frambjóðanda. Ef þeir gera það þá verður sá hinn sami ekki meðmælandi neins. Þá þurfa allar upplýsingar að vera réttar, þ.e nafn og kennitala ásamt lögheimili en mikilvægt er að rétt lögheimili sé skráð í því kjördæmi sem við á. Jafnframt þurfa meðmælendur að rita nafn sitt með eigin hendi. Eyðublaðið er svo yfirfarið af kjörstjórn á hverjum stað.Hvað þarf til að geta boðið sig fram? Alls hafa níu boðað framboð til embættis forseta en búast má við að fleiri gefi kost á sér þegar nær dregur. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er kjörgengur til forseta hver 35 ára gamall maður sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis og hefur óflekkað mannorð. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3000. Sá sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri þá er hann kjörinn án atkvæðagreiðslu. Þá má forseti lýðveldisins ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.Sjá einnig: Lítið breyst í 64 árHverjir hafa boðað framboð? Aldrei fleiri hafa boðað framboð og nú, en sem fyrr segir eru frambjóðendur nú orðnir níu talsins. Í forsetakosningunum árið 1980 voru frambjóðendurnir fjórir. Þeim lauk með sigri Vigdísar Finnbogadóttur sem sat í embætti til ársins 1996. Þá voru frambjóðendur aftur fjórir talsins og þeirra á meðal var Ástþór Magnússon sem einnig gefur kost á sér í ár. Árið 2012 voru buðu sex einstaklingar sig fram, þrír karlar og þrjár konur. Frambjóðendur geta í mestalagið verið 159 talsins, að því gefnu að enginn frambjóðandi skili meiri en lágmarksfjölda meðmælenda. Þeir sem boðað hafa framboð í ár eru: • Ari Jósepsson vídeóbloggari. • Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000. • Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. • Halla Tómasdóttir athafnakona. • Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur. • Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur. • Sturla Jónsson vörubílstjóri • Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur. • Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Fleiri hafa gefið til kynna að þeir íhugi framboð. Það eru meðal annars Andri Snær Magnason rithöfundur, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vodafone, Linda Pétursdóttir athafnakona, Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlakona og fráfarandi forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins. Þá hafa fleiri nöfn borið á góma, til að mynda Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun fréttastofu 365 sem birt var 10. mars. Þar nýtur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, langmests stuðnings, en hún hyggur ekki á framboð í ár. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Forsetakönnun fréttastofuCreate bar charts
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44 Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20 „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Áttundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands segist ætla að nálgast embættið af auðmýkt en ekki með pólitískum hætti. 6. mars 2016 19:25 Katrín um ákvörðunina: Langaði ekki í forsetann „Í svona málum verður maður bara að fylgja hjartanu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Hún hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. 9. mars 2016 14:17 Salvör Nordal ætlar ekki í forsetaframboð Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni segir Salvör að áherslur hennar verði áfram á rannsóknir og samræður tengdar siðfræði og lýðræði. 14. mars 2016 22:22 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Bryndís Hlöðversdóttir íhugar forsetaframboð Segist hafa fengið áskoranir og þær hafi hreyft við henni. Ætlar að gefa svar fyrir páska. 10. mars 2016 10:15 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Ari kominn vel á veg við meðmælasöfnun Nú þegar hálft ár er til kosninga er forsetaframbjóðandinn Ari Jósepsson kominn með vilyrði frá rúmlega 100 kjósendum. 4. janúar 2016 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44
Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20
„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Áttundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands segist ætla að nálgast embættið af auðmýkt en ekki með pólitískum hætti. 6. mars 2016 19:25
Katrín um ákvörðunina: Langaði ekki í forsetann „Í svona málum verður maður bara að fylgja hjartanu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Hún hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. 9. mars 2016 14:17
Salvör Nordal ætlar ekki í forsetaframboð Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni segir Salvör að áherslur hennar verði áfram á rannsóknir og samræður tengdar siðfræði og lýðræði. 14. mars 2016 22:22
Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02
Bryndís Hlöðversdóttir íhugar forsetaframboð Segist hafa fengið áskoranir og þær hafi hreyft við henni. Ætlar að gefa svar fyrir páska. 10. mars 2016 10:15
Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45
Ari kominn vel á veg við meðmælasöfnun Nú þegar hálft ár er til kosninga er forsetaframbjóðandinn Ari Jósepsson kominn með vilyrði frá rúmlega 100 kjósendum. 4. janúar 2016 14:23