Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. vísir/Pjetur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira