Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Birta Björnsdóttir skrifar 16. mars 2016 19:17 Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira