Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Höskuldur Kári Schram skrifar 16. mars 2016 12:06 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48