Fyrstu sólarorkudrifnu bensínstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 09:40 Eru sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar framtíðin á fáförnum akstursleiðum Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent