Erlent

Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu

Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum.

Hann birtist skömmu síðar í viðtali á ríkismiðli landsins þar sem hann játaði brot sitt og sagði að kirkjusöfnuður hans í Bandaríkjunum hefði beðið hann um að koma heim með minjagrip. Samskipti Norður Kóreu og Bandaríkjanna hafa versnað til muna undanfarið og er talið að hinn þungi dómur helgist af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×