„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2016 17:21 Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis. Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis.
Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15
Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30