Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. mars 2016 15:51 Hér sést Dóri mæta á vinnustofu sína í fyrsta sinn eftir brunann. Vísir/Elvar Jóhannsson Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra. Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra.
Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43