Skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flyst til Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 15:02 Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi. vísir/pjetur Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur samþykkt að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Þýskalandi um næstu áramót. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í Fairbanks í Alaska í gærkvöldi. Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að markmið IASC sé að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. „Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum. Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur Norðurskautsráðsins: PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora), og Norðurslóðanet Íslands. Á Akureyri starfar einnig sérhæft fyrirtæki, Arctic Portal, við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um norðurslóðir. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna. Frá upphafi hefur Rannís átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands. IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á náttúru- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum. Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi en áður hefur skrifstofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Noregi. Skrifstofan er ábyrg fyrir daglegri starfsemi IASC,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur samþykkt að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Þýskalandi um næstu áramót. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í Fairbanks í Alaska í gærkvöldi. Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að markmið IASC sé að stuðla að samstarfi um rannsóknir á norðurslóðum og að veita ráðgjöf til stjórnvalda um málefni þeirra. „Stofnunin leiðir saman opinberar rannsóknarstofnanir og -samtök frá 23 löndum og hefur skipað sér sess sem einn mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum. Á Akureyri eru þegar til staðar nokkrar stofnanir um málefni norðurslóða. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, skrifstofur Norðurskautsráðsins: PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora), og Norðurslóðanet Íslands. Á Akureyri starfar einnig sérhæft fyrirtæki, Arctic Portal, við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um norðurslóðir. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna. Frá upphafi hefur Rannís átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands. IASC hefur áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og gegnir mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga frá vísindasamfélaginu til ráðsins um niðurstöður rannsókna á náttúru- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum. Skrifstofa norðurskautsvísindanefndarinnar hefur frá árinu 2009 verið staðsett í Potsdam í Þýskalandi en áður hefur skrifstofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Noregi. Skrifstofan er ábyrg fyrir daglegri starfsemi IASC,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira