Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. mars 2016 14:15 Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þjónustu til þolenda mansals við Kvennaathvarfið, þeirri þjónustu sem þar er veitt til þeirra og fjárhagsaaðstoðinni. Fjárhagsaðstoðin er aðeins ætluð fyrir brýnustu nauðsynjum og endurgreiðir velferðarráðuneytið sveitarfélögum útlagðan kostnað vegna erlendra ríkisborgara samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Kjör kvennana versnuðu við það að fara í skjól ríkisins. Afkoma þeirra á mánuði hjá ríkinu hefði orðið tuttugu þúsund krónur en ritstjórn hefur heimildir fyrir því að afkoma þeirra hafði verið aðeins meiri í meintri þrælkun hjá Vonta International.Fengu 761 krónu á dag Þau svör fengust frá velferðarráðuneytinu að sú fjárhagsaðstoð sem ríkið endurgreiði miðist við hvort einstaklingur greiði húsnæði og fæði sjálfur eða ekki. Endurgreiðslufjárhæðin til systranna var 761 króna á dag þar sem þær dvöldu í Kvennaathvarfinu, annars hefðu þær fengið 5071 krónu á dag. Velferðarráðuneytið gerði samning við Kvennaathvarfið í árslok 2014 um þjónustu við fórnarlömb. Markmið samningsins er að tryggja kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld.Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals Þetta fyrirkomuleg hefur verið gagnrýnt. Ekki fari vel á því að flokka þolendur aðeins eftir kyni. Þá þurfi að veita þeim betri þjónustu. Í tilfelli systranna heimsótti félagsráðgjafi þær reglulega, Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslukona þeirra, bendir á að það þurfi meira til og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að systurnar hafi yfirgefið landið vegna aðbúnaðar þeirra. Fjárhagsaðstoðin dugaði þeim alls ekki. Kristrún beindi einnig athygli stjórnvalda að því að þolendur mansals fá aðeins dvalarleyfi á sex mánaða umþóttunartíma sínum en hafa ekki tækifæri til atvinnu. Slíkt tækifæri gæti valdið úrslitaáhrifum þegar kemur að því að byggja upp þolendur mansals, ávinna traust þeirra og fá sögu þeirra fram til þess að tryggja rannsókn mála og sakfellingu. Þá hafa sérfræðingar í mansali gagnrýnt að kerfið miði við þolendur kynlífsmansal en ekki vinnumansal. Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þjónustu til þolenda mansals við Kvennaathvarfið, þeirri þjónustu sem þar er veitt til þeirra og fjárhagsaaðstoðinni. Fjárhagsaðstoðin er aðeins ætluð fyrir brýnustu nauðsynjum og endurgreiðir velferðarráðuneytið sveitarfélögum útlagðan kostnað vegna erlendra ríkisborgara samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Kjör kvennana versnuðu við það að fara í skjól ríkisins. Afkoma þeirra á mánuði hjá ríkinu hefði orðið tuttugu þúsund krónur en ritstjórn hefur heimildir fyrir því að afkoma þeirra hafði verið aðeins meiri í meintri þrælkun hjá Vonta International.Fengu 761 krónu á dag Þau svör fengust frá velferðarráðuneytinu að sú fjárhagsaðstoð sem ríkið endurgreiði miðist við hvort einstaklingur greiði húsnæði og fæði sjálfur eða ekki. Endurgreiðslufjárhæðin til systranna var 761 króna á dag þar sem þær dvöldu í Kvennaathvarfinu, annars hefðu þær fengið 5071 krónu á dag. Velferðarráðuneytið gerði samning við Kvennaathvarfið í árslok 2014 um þjónustu við fórnarlömb. Markmið samningsins er að tryggja kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld.Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals Þetta fyrirkomuleg hefur verið gagnrýnt. Ekki fari vel á því að flokka þolendur aðeins eftir kyni. Þá þurfi að veita þeim betri þjónustu. Í tilfelli systranna heimsótti félagsráðgjafi þær reglulega, Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslukona þeirra, bendir á að það þurfi meira til og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að systurnar hafi yfirgefið landið vegna aðbúnaðar þeirra. Fjárhagsaðstoðin dugaði þeim alls ekki. Kristrún beindi einnig athygli stjórnvalda að því að þolendur mansals fá aðeins dvalarleyfi á sex mánaða umþóttunartíma sínum en hafa ekki tækifæri til atvinnu. Slíkt tækifæri gæti valdið úrslitaáhrifum þegar kemur að því að byggja upp þolendur mansals, ávinna traust þeirra og fá sögu þeirra fram til þess að tryggja rannsókn mála og sakfellingu. Þá hafa sérfræðingar í mansali gagnrýnt að kerfið miði við þolendur kynlífsmansal en ekki vinnumansal.
Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36 Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi í mansalsmálinu Þorgrímur Óli Sigurðsson yfirlögregluþjónn vill ekki upplýsa hvort forsvarsmenn Icewear verði yfirheyrðir. 1. mars 2016 10:36
Europol komið að rannsókn mansalsmálsins í Vík Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á mansalsmáli sem kom upp í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði er mjög umfangsmikil. Búið er að yfirheyra á milli 12-14 einstaklinga og enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum í viðbót. 9. mars 2016 14:59