Markaðir komnir í ró Sæunn Gísladóttir skrifar 11. mars 2016 06:00 Dow Jones vísitalan hefur hækkað um tíu prósent frá lægstu lægðum 11. febrúar. Vísir/AFP Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þær miklu sveiflur sem einkenndu hlutabréfamarkaði heimsins fyrstu tvo mánuði ársins hafa staðnað í bili. Alþjóðamarkaðir hafa tekið við sér frá því að þeir náðu lægstu lægðum fyrir mánuði. Frá 11. febrúar hefur FTSE 100 vísitalan í London hækkað um tæp ellefu prósent, úr 5.536,97 stigum í 6.135,42 stig (um eftirmiðdaginn á föstudag). Vísitalan er nú hærri en í byrjun árs. Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæplega 12 prósent úr 8.752,87 stigum í 9.799,48 stig, en hefur ekki náð sömu hæð og í byrjun árs. Á sama tímabili hafa markaðir í Asíu rétt úr sér á ný, en eiga langt í land með að ná sama gengi og í byrjun árs. Shanghai hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,3 prósent og Nikkei 225 í Japan um 13,3 prósent. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn náði lægð þann 11. febrúar og hafði þá ekki verið lægri í tvö ár. Dow Jones hefur síðan þá hækkað um tíu prósent. Ýmsar ástæður eru fyrir því að markaðurinn sé farinn að róast. Olíuverð hefur hækkað á ný, þó að það sé enn þá mjög lágt. Jafnframt hefur Alþjóðaorkumálastofnunin lýst því yfir að ýmislegt bendi til þess að olíuverð hafi náð ákveðinni lægð og komi til með að hækka á ný á árinu. Annar áhrifaþáttur er að ekkert virðist benda til þess að úr verði úr spáðu gengisstríði í Kína. Búist er við einungis tveimur stýrivaxtahækkunum í Bandaríkjunum í stað fjögurra sem hefur einnig róað markaði. Ákvörðun Evrópubankans um að lækka stýrivexti á fimmtudaginn í núll prósent og auka við skuldabréfakaup bankans um 20 milljarða evra í mánuði hefur hingað til einungis haft jákvæð áhrif á markaði. Dax hækkaði um rúmlega þrjú prósent í kjölfarið og FTSE 100 um tæplega tvö prósent. Óvíst er þó um framhaldið á hlutabréfamörkuðum. Ákvarðanir seðlabanka Bandaríkjanna, Japans og Evrópusambandsins á fundum sínum í næstu viku gætu haft verulega áhrif á markaðinn.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira