Einelti algengt meðal sjómanna Svavar Hávarðsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Depurð, kvíði og svefnleysi var staðfest í svörum sjómannanna. fréttablaðið/hari Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent