Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 17:13 Ólafur ásamt starfsfólki BUGL, starfsfólki Hljóðfærahússins og fjölskyldu Ingibjargar Melkorku málverk eftir hana prýða herbergið. mynd/landspítalinn „Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“ Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira