Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. mars 2016 15:54 Vindaspá Veðurstofu fyrir klukkan fjögur í dag. Mynd/Veðurstofa Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi. Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi.
Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58