Sjúkrarúm sett upp í bílageymslu bráðamóttökunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 11. mars 2016 20:15 „Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Það keyrði um þverbak í þessari viku og niðurstaðan var sú að við höfum gripið til þess óyndisrúrræðis að útbúa hér einingu í bílskýlinu til þess að taka við ef áfram flæðir yfir,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sívaxandi álag hefur verið á spítalann um langt skeið, bæði vegna öldrunar þjóðarinnar, auknum straummi ferðamanna og að sögn Páls ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að losa um sjúkrarými þar sem liggur fólk sem er búið að fá meðferð og þyrfti að komast annað. Undanfarnar vikur hefur spítalinn glímt við þessa erfiðleika í vaxandi rými.Öryggisógn á yfirfullum spítala„Við vorum með 28 sjúklinga hér á gangi á miðvikudagskvödið og 35 í rúmum sem komust ekki inn á yfirfullan spítala. Þannig að þetta er öryggisógn,“ sagði Páll þegar fréttastofa Stöðvar2 hitti hann við sjúkrarýmin í bílageymslunni í kvöld. „Við vonum að við þurfum ekki að grípa til þess um helgina en komi til þess þá er þetta rými sem hefur verið notað í hópslysum og á að vera notað í eiturefnaslysum. Það er hægt að nota það. Auðvitað er þetta ekki félegt, en það er tryggara heldur en ef við værum að dreifa fólki á yfirfullar deildir um allan spítala.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur fullt tilefni til að skoða alvarlega tilboð Garðabæjar um að nýr Landspítali rýsi við VífilsstaðiMilljónum eytt í mistök? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í dag að þótt búið sé að eyða hundruðum milljóna í undirbúning nýs Landspítala við Hringbraut sé ekki þar með sagt að klára þurfi mistökin. Hann vill skoða aðra staðsetningu, við Vífilsstaði. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar2 sagðist forsætisráðherra telja Vífilsstaði hafa ýmsa kosti framyfir Hringbraut. Þá gæti ríkið einnig selt eignirnar við Hringbraut háu verði og nýtt það fé til að hraða uppbyggingu á Vífilsstöðum.Ekki of seint að vinda ofan af málinu á Hringbraut Aðspurður hvort ekki væri ábyrgðarleysi á þessu stigi málsins að opna umræðuna um staðsetningu á nýjan leik neitaði forsætisráðherra því. „Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram á braut sem hefur sýnt sig að hefur ýmsa galla. Stærri galla en menn kannski gerðu ráð fyrir, og skoða ekki hvort það sé hægt með öðrum hætti að gera þetta á hagkvæmari hátt og jafnvel hraðar." Síðustu sjö ár hefur samtals um tveimur milljörðum króna verið kostað til hönnunar- og skipulagsvinnu við Nýjan landspítala. Sigmundur telur að sú vinna og þeir fjármunir fari ekki í súginn með nýrri staðsetningu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé of seint að vinda ofan af þessu. Þetta sjúkrahútel mun nýtast, hvort sem það gerir það áfram sem sjúkrahótel eða verður með tímanum breytt í eitthvað annað. Það væri mikil synd ef menn ætluðu að nota það sem rök fyrir því að halda áfram að gera mistök, að það sé nú þegar búið að eyða pening í mistökin."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að þyrla upp málum varðandi staðsetningu nýs Landspítala.Ekkert samráð við starfsfólk spítalans Páll Matthíasson segir það hafa verið mikil vonbrigði að heyra í forsætisráðherra og bæjarstjóra Garðabæjar í dag. „Mitt hlutverk sem forstjóri Landspítala er að tryggja öryggi sjúklinga og það verður sí erfiðara í þessum gömlu húsum. Allt það sem truflar að nýjar byggingar rísi sem fyrst er stórhættulegt og það gengur bara alls ekki.“ „Ekki hafa þessir menn kynnt sér málin hjá okkur, það er búið að fara yfir þetta mál endurtekið aftur og aftur. Þetta er búið að fara í gegnum allar samþykktir sem þarf og meira að segja hefur bæjarstjórn Garðabæjar, vel að merkja, samþykkt svæðisskipulag. Alþingi hefur einróma verið samþykkt að þetta eigi að rísa á Hringbraut. Við skiljum ekki hvað fólki gengur til að þyrla upp enn einu sinni þessari flóknustu framkvæmd Íslandssögunnar. Það bara gengur ekki.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira