Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 13:00 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer með hlutverk lögreglukonunnar Hinriku í ófærð og virðast Bretar vera yfir sig hrifnir af henni. vísir/Valli Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets
Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00