Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Sæunn Gísladóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Ef stjórnvöld vilja lækka húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu þurfa þau að afmarka betur þá hópa sem fá stuðning við húsnæðiskaup og styrkja forsendur fyrir auknum nýbyggingum. Þetta tvennt mun lækka húsnæðisverð að mati Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Björn heldur erindi um málið á fundi VÍB í VÍB stofunni í morgun.Björn Brynjúlfur BjörnssonBjörn bendir á að þrátt fyrir miklar umræðar um hátt húsnæðisverð og erfiðleika ungs fólks við að kaupa fasteign bendi fátt til þess að erfitt sé að eignast húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, ef frá er talinn miðbærinn. Fasteignaverð sem hlutfall af launum hafi haldist óbreytt í 22 ár. Hann segir Viðskiptaráð ekki telja ástæðu til inngripa stjórnvalda á húsnæðismarkaði. „Heildarstuðningur stjórnvalda er orðinn mjög mikill í húsnæðismálum en hann nam rúmlega fjörutíu milljörðum í fjárlögum síðasta árs. Þau stuðningskerfi sem stjórnvöld starfrækja í dag hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. Það eykur eftirspurn eftir húsnæði að afhenda stórum hluta þjóðarinnar fjármuni sem eru sérstaklega eyrnamerktir húsnæðiskaupum. Framboðsmegin er skortur af lóðum, skipulagsreglur eru strangari en áður og byggingarkostnaður var hækkaður verulega með nýrri byggingarreglugerð árið 2012, sérstaklega fyrir smærri íbúðir. Aðgerðir stjórnvalda hafa því umtalsverð áhrif til hækkunar húsnæðisverðs, þó að þau séu að reyna að styðja við íbúðakaupendur með öllum þessum kerfum,“ segir Björn. Þörf er því á að afmarka húsnæðisaðgerðirnar sem mun draga úr eftirspurn, og auka lóðaframboð og lækka byggingarkostnað.Hægt er að horfa á fund VÍB í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira