Einskiptisáhugi Steinbergur Finnbogason skrifar 10. mars 2016 07:00 Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar