Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2016 10:39 Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró. Vísir/AFP Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. Það sem við vitum um málið:Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró.55 farþegar af „ýmsum þjóðernum“ voru um borð, auk áhafnar, og var þeim flestum sleppt eftir að vélinni var lent.Erlendir miðlar segja sjö manns enn vera haldið um borð – fjórum áhafnarmeðlimum og þremur farþegum.Sherif Fathy, flugmálaráðherra Egyptalands, segir óljóst hvort sprengjubeltið sé ósvikið.Forseti Kýpur segir að ástæður flugráns mannsins tengist samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Konan er að sögn fjölmiðla mætt á staðinn til að taka þátt í viðræðum við flugræningjann.11:48 Gíslatökunni lokið - flugræninginn handtekinn Utanríkisráðuneyti Kýpur greinir frá því að gíslatökunni sé nú lokið og búið sé að handtaka manninn.Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 11:35 Fjórir til viðbótar fara úr vélinni Kýpverskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af því að maður í einkennisnúningi hafi farið úr flugstjórnarklefanum og flúið af vettvangi. Þá hafa verið birtar myndir af þremur til viðbótar sem fóru úr vélinni, niður tröppur. Óljóst er hvað margir eru eftir um borð í vélinni.#BREAKING At least four more people leave hijacked EgyptAir plane: AFP— AFP news agency (@AFP) March 29, 2016 11:28 Segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli Sumir fjölmiðlar segja manninn hafa krafist þess að fá pólitískt hæli, beðið um túlk og krafist þess að hitta fyrrum eiginkonu sína sem búsett sé á Kýpur. Talsmenn egypskra yfirvalda hafna því að ræninginn hafi lagt fram kröfur.11:24 „Ekki í jafnvægi“Í frétt SVT er haft eftir kýpverska utanríkisráðuneytinu að ránið tengist ekki hryðjuverkastarfsemi og að flugræninginn virðist „ekki vera í jafnvægi“. Enn er óljóst um ástæður gíslatökunnar.11:11 Nálæg strönd rýmdAP greinir frá því að lögregla hafi rýmt strönd nærri þeim hluta flugvallarins þar sem vélin er.11:05 Viðræður við ræningjann standa enn yfirSamningaviðræður við flugræningjann standa enn yfir. Fréttir um kröfur hans eru misvísandi þar sem ýmist segir að hann hafi krafist þess að hitta fyrrverandi eiginkonu sína, eða að hann krefjist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt.10:58 Eiga fjögur uppkomin börnCyprus Mail hefur eftir lögreglukonu að bréf sem ritað er á arabísku hafi verið afhent fyrrverandi eiginkonu mannsins. Að sögn er flugræninginn 52 ára og fyrrverandi eiginkona hans 51 árs. Þau eiga saman fjögur börn. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, á að hafa búið á Kýpur fram til ársins 1994.10:48 Flugræninginn nafngreindur Utanríkisráðuneyti Kýpur segir flugræningjann vera Seif Eldin Mustafa.The #hijacker of #MS181 is Seif Eldin Mustafa. The situation is still ongoing.— Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016 10:47 Krefst þess að föngum verði sleppt Kýpverskir fjölmiðlar segja flugræningjann nú hafa krafist þess að kvenkyns, pólitískum föngum í Egyptalandi verði sleppt. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.Our flight MS181 is officially hijacked. we'll publish an official statement now. #Egyptair— EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016
Tengdar fréttir Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33 Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Flugvél EgyptAir lent á Kýpur eftir flugrán Flugræninginn er vopnaður sprengjubelti. Viðræður við hann standa nú yfir. 29. mars 2016 07:33
Egypskri farþegavél rænt Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina. 29. mars 2016 07:07