Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 10:11 „Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20