Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2016 19:00 Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018, sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Suðausturland fær einnig umtalsverðar vegarbætur en nýr Dettifossvegur var hins vegar skorinn niður. Staðan í vegamálum Vestfirðinga er raunar svo furðuleg að núna um páskana er lengra fyrir Bílddælinga að aka frá sunnanverðum Vestfjörðum og vestur á Ísafjörð á hátíðina Aldrei fór ég suður heldur en fyrir Reykvíkinga að aka alla leiðina vestur. Ástæðan er þetta náttúrulega járntjald um miðhluta Vestfjarða sem núna á loksins að fara að rjúfa, með Dýrafjarðargöngum, sem á að bjóða út fyrir áramót, og samhliða með því að byggja upp heilsársveg um Dynjandisheiði.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.Og það er önnur langþráð bylting boðuð á Vestfjörðum, leiðin um Gufudalssveit, sem á líka að bjóða út fyrir áramót. Suðvestanlands sjá menn einnig fram á langþráðar vegarbætur. Á Kjalarnesi á að fara í 2+1 veg að Hvalfjarðargöngum, það á að ljúka tvöföldum þjóðvegarins um Mosfellsbæ, í Ölfusi verður farið í 2+1 veg milli Hveragerðis og Selfoss, við Straumsvík verða Krísuvíkurgatnamótin gerð mislæg, Uxahryggjavegur verður malbikaður milli Borgarfjarðar og Þingvalla og sama verður gert við mikilvægan sveitaveg á Suðurlandi, Reykjaveg, sem er stysta leiðin milli Laugarvatns og Flúða. Frá þjóðveginum í botni Berufjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Á Austurlandi verður haldið áfram að malbika hringveginn um Skriðdal að Breiðdalsheiði, vegurinn um Berufjarðarbotn verður kláraður, ný brú verður loksins byggð á Hornafjarðarfljót, - enn ein byltingin sem styttir hringveginn um ellefu kílómetra,- og svo kemur Morsárbrú í stað Skeiðarárbrúar, enda er Skeiðará ekki lengur til. Norðaustanlands verður lagt slitlag á Langanesströnd milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. En svo er það allt hitt sem ekki verður gert, og það eru örugglega vonbrigði víða. Dettifossvegur var til dæmis skorinn niður, aðeins nyrsti hlutinn milli Ásbyrgis og Hljóðakletta verður byggður upp en tengingin milli Ásbyrgis og Dettifoss frestast enn. Sömuleiðis var ný Jökulsárbrú á Fjöllum felld út, nýr vegur um Öxi komst ekki á blað og suðvestanlands verður ekki lokið við að tvöfalda Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns. Þá verður ekki haldið áfram vinnu við Arnarnesveg í efri byggðum Kópavogs til að tengja hann við Breiðholtsbraut. Fjárveiting er til jarðfræðirannsókna vegna Seyðisfjarðarganga, sem eru skilaboð um að þau verði næst í röðinni á eftir Dýrafjarðargöngum.Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar verður ekki tvöfölduð á næstu þremur árum, samkvæmt samgönguáætlun. Hins vegar verða byggð mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði. Tengdar fréttir Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018, sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Suðausturland fær einnig umtalsverðar vegarbætur en nýr Dettifossvegur var hins vegar skorinn niður. Staðan í vegamálum Vestfirðinga er raunar svo furðuleg að núna um páskana er lengra fyrir Bílddælinga að aka frá sunnanverðum Vestfjörðum og vestur á Ísafjörð á hátíðina Aldrei fór ég suður heldur en fyrir Reykvíkinga að aka alla leiðina vestur. Ástæðan er þetta náttúrulega járntjald um miðhluta Vestfjarða sem núna á loksins að fara að rjúfa, með Dýrafjarðargöngum, sem á að bjóða út fyrir áramót, og samhliða með því að byggja upp heilsársveg um Dynjandisheiði.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.Og það er önnur langþráð bylting boðuð á Vestfjörðum, leiðin um Gufudalssveit, sem á líka að bjóða út fyrir áramót. Suðvestanlands sjá menn einnig fram á langþráðar vegarbætur. Á Kjalarnesi á að fara í 2+1 veg að Hvalfjarðargöngum, það á að ljúka tvöföldum þjóðvegarins um Mosfellsbæ, í Ölfusi verður farið í 2+1 veg milli Hveragerðis og Selfoss, við Straumsvík verða Krísuvíkurgatnamótin gerð mislæg, Uxahryggjavegur verður malbikaður milli Borgarfjarðar og Þingvalla og sama verður gert við mikilvægan sveitaveg á Suðurlandi, Reykjaveg, sem er stysta leiðin milli Laugarvatns og Flúða. Frá þjóðveginum í botni Berufjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Á Austurlandi verður haldið áfram að malbika hringveginn um Skriðdal að Breiðdalsheiði, vegurinn um Berufjarðarbotn verður kláraður, ný brú verður loksins byggð á Hornafjarðarfljót, - enn ein byltingin sem styttir hringveginn um ellefu kílómetra,- og svo kemur Morsárbrú í stað Skeiðarárbrúar, enda er Skeiðará ekki lengur til. Norðaustanlands verður lagt slitlag á Langanesströnd milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. En svo er það allt hitt sem ekki verður gert, og það eru örugglega vonbrigði víða. Dettifossvegur var til dæmis skorinn niður, aðeins nyrsti hlutinn milli Ásbyrgis og Hljóðakletta verður byggður upp en tengingin milli Ásbyrgis og Dettifoss frestast enn. Sömuleiðis var ný Jökulsárbrú á Fjöllum felld út, nýr vegur um Öxi komst ekki á blað og suðvestanlands verður ekki lokið við að tvöfalda Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns. Þá verður ekki haldið áfram vinnu við Arnarnesveg í efri byggðum Kópavogs til að tengja hann við Breiðholtsbraut. Fjárveiting er til jarðfræðirannsókna vegna Seyðisfjarðarganga, sem eru skilaboð um að þau verði næst í röðinni á eftir Dýrafjarðargöngum.Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar verður ekki tvöfölduð á næstu þremur árum, samkvæmt samgönguáætlun. Hins vegar verða byggð mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.
Tengdar fréttir Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01
Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31