Innlent

Erlendir ferðamenn slasaðir eftir vélsleðaslys

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þyrla LHG var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla LHG var kölluð út vegna slyssins. Vísir/Vilhelm
Fjórir erlendir ferðamenn, tveir karlar og tvær konur, slösuðust eftir að hafa farið fram af hengju í dag við Jarlhettur á hálendinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá af þeim slösuðu á Landspítalann á Fossvogi en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er um að ræða breska ferðamenn sem voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis þegar slysið varð. Þrír sleðar fóru fram af hengju og voru tveir á hverjum sleða.

Fjórir slösuðust við að fara fram af hengjunni og voru þeir fluttir til móts við viðbragsaðila en allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út vegna slyssins.

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var einnig flogið til móts við björgunaraðila og flutti hún hina þrjá af þeim slösuðu til Reykjavíkur þar sem þeir hljóta nú aðhlynningu en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×