Skákhátíð þúsund kílómetra frá næsta þorpi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2016 11:51 Þátttakendur í mótinu. mynd/hrókurinn Liðsmenn skákfélagsins Hróksins eru nú staddir í Ittoqqortoormiit á Grænlandi þar sem félagið stendur fyrir skákhátíð fyrir íbúa þess. Heimsókn Hróksmanna er árleg og hafa þeir nú farið þangað um páskahátíðina í meir en áratug. Ittoqqortoormiit er staðsett á austurströnd landsins og er um þúsund kílómetra frá næstu byggð og hátíð Hróksmanna nánast eini viðburður ársins þar í bæ. Hátíðin hófst á fimmtudag með fjöltefli FIDE meistarans Róberts Lagerman við börn bæjarins en hann er leiðangursstjóri ferðarinnar. Í gær fór svo fram páskaeggjaskákmót Bónus og Hróksins en keppendur voru um fimmtíu. Sigurvegari dagsins var hinn 11 ára Adam Napatoq, í öðru sæti varð Daniel Madsen en bronsið hreppti Paulus Napatoq, blindur piltur sem unnið hefur til fjölmargra verðlauna á mótum Hróksins gegnum árin. Keppendur og gestir fengu páskaegg og fleiri góða vinninga. Þetta er þriðja heimsókn Hróksins til Grænlands á árinu. Í febrúar fór fimm manna leiðangur til Tasiilaq og Kulusuk á austurströndinni og efndi til hátíða í samvinnu við grunnskóla bæjanna, og á dögunum var Stefán Herbertsson á ferð í Nanortaliq á Suður-Grænlandi og færði grunnskólum taflsett að gjöf frá Hróknum og Flugfélagi Íslands. Fleiri hátíðir og heimsóknir eru fyrirhugaðar og í maí verður árleg stórhátíð í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þar sem heiðursgestir verða stórmeistararnir Nigel Short og Jóhann Hjartarson. Tengdar fréttir Hrókurinn tók Tasiilaq með trompi Hressilegt skáktrúboð Hrafns og Hróksins á Grænlandi. Polar Pelagic-hátíð Hróksins á Austur-Grænlandi. 4. mars 2016 09:16 Færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjöf Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, færðu öllum leik- og grunnskólabörnum í Kulusuk á Grænlandi gjafir. 24. desember 2015 08:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Liðsmenn skákfélagsins Hróksins eru nú staddir í Ittoqqortoormiit á Grænlandi þar sem félagið stendur fyrir skákhátíð fyrir íbúa þess. Heimsókn Hróksmanna er árleg og hafa þeir nú farið þangað um páskahátíðina í meir en áratug. Ittoqqortoormiit er staðsett á austurströnd landsins og er um þúsund kílómetra frá næstu byggð og hátíð Hróksmanna nánast eini viðburður ársins þar í bæ. Hátíðin hófst á fimmtudag með fjöltefli FIDE meistarans Róberts Lagerman við börn bæjarins en hann er leiðangursstjóri ferðarinnar. Í gær fór svo fram páskaeggjaskákmót Bónus og Hróksins en keppendur voru um fimmtíu. Sigurvegari dagsins var hinn 11 ára Adam Napatoq, í öðru sæti varð Daniel Madsen en bronsið hreppti Paulus Napatoq, blindur piltur sem unnið hefur til fjölmargra verðlauna á mótum Hróksins gegnum árin. Keppendur og gestir fengu páskaegg og fleiri góða vinninga. Þetta er þriðja heimsókn Hróksins til Grænlands á árinu. Í febrúar fór fimm manna leiðangur til Tasiilaq og Kulusuk á austurströndinni og efndi til hátíða í samvinnu við grunnskóla bæjanna, og á dögunum var Stefán Herbertsson á ferð í Nanortaliq á Suður-Grænlandi og færði grunnskólum taflsett að gjöf frá Hróknum og Flugfélagi Íslands. Fleiri hátíðir og heimsóknir eru fyrirhugaðar og í maí verður árleg stórhátíð í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þar sem heiðursgestir verða stórmeistararnir Nigel Short og Jóhann Hjartarson.
Tengdar fréttir Hrókurinn tók Tasiilaq með trompi Hressilegt skáktrúboð Hrafns og Hróksins á Grænlandi. Polar Pelagic-hátíð Hróksins á Austur-Grænlandi. 4. mars 2016 09:16 Færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjöf Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, færðu öllum leik- og grunnskólabörnum í Kulusuk á Grænlandi gjafir. 24. desember 2015 08:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hrókurinn tók Tasiilaq með trompi Hressilegt skáktrúboð Hrafns og Hróksins á Grænlandi. Polar Pelagic-hátíð Hróksins á Austur-Grænlandi. 4. mars 2016 09:16
Færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjöf Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, færðu öllum leik- og grunnskólabörnum í Kulusuk á Grænlandi gjafir. 24. desember 2015 08:00