Enski boltinn

Mbokani rétt lifði af sprengingarnar í Brussel: Hefði hann mætt einni mínútu fyrr væri hann ekki á lífi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dieumerci Mbokani, framherji Norwich City, segir að það hafi verið kraftaverki líkast að hann hafi lifað af tvær sprengingar á Zaventam flugvellinum í Brussel á þriðjudaginn.

Minnst 34 eru látnir í tveimur hryðjuverkaárásum í Brussel á þriðjudaginn og á annað hundrað eru særðir.

Mbokani segir að það hafi aðeins munað um einni mínútu til eða frá og hann væri ekki á lífi.

„Þegar sprengingin varð var ég á gangstéttinni fyrir utan flugvöllinn,“ segir Mbokani.

„Ef ég hefði verið einni mínútu fyrr á svæðinu, þá væri ég ekki á lífi. Þetta er allt eiginkonu minni að þakka,“ segir hann en hún vildi bíða í smá stund eftir frænda hans sem var á leiðinni í saman flug.

„Ég sat fyrir utan völlinn þegar sprengingin varð og hljóp um leið til eiginkonu minnar. Við hlupum síðan saman út á bílastæði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×