Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2016 10:00 Arna Sigríður er eini Íslendingurinn sem keppir í handahjólreiðum og segir það vekja talsverða athygli erlendis. Vísir/Pjetur Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira