Hraðleið í paradís Frosti Logason skrifar 24. mars 2016 07:00 Ég á í reglulegum samskiptum við fólk sem kallast getur heittrúað. Fólk sem neitar að horfast í augu við augljósar staðreyndir eins og þróunarkenningu Darwins, vísindalegar rannsóknir mega fara fjandans til, eingöngu vegna þess að þær stangast á við heilagt orð guðs. Þetta fólk segir allt úr Nýja testamentinu vera frábært, yfir allan vafa hafið og þaðan komi allur sá kærleikur sem mannskepnan þekkir. Þetta sama fólk telur sig ekki gera neitt rangt þegar það bendir á að samkynhneigð sé synd. Við erum ekki vond þó að við predikum orð guðs. Það er ekki okkur að kenna að samkynhneigðir stytti sér aldur. Þetta fólk telur sig vera göfugt í vörn sinni fyrir algóðan og heilagan guð. Rök og gagnrýnin hugsun mega sín oft lítils andspænis trúarhitanum. Hann er magnað fyrirbæri. Ung kona sem ég tala reglulega við um þessi mál stendur öðrum framar í trúnni. Sannkallaður hermaður guðs. Áfram Kristsmenn krossmenn og allt það. Ef Nýja testamentið mundi hvetja fylgjendur sína til að berjast með öllum tiltækum ráðum við þá sem ekki trúa á Nýja testamentið, tel ég að þessi unga kona væri til í tuskið hvenær sem er. Ef þar væri svo lofað hraðleið til himnaríkis, á fyrsta farrými, þeim sem deyja í orrustu við trúvillinga, væri vinkonan fyrir löngu síðan sprungin í tætlur á samkomu Siðmenntar eða Vantrúar. En, sem betur fer hefur margs konar mannréttindabarátta á Vesturlöndum dregið úr trú hennar allar beittustu tennurnar. Og sem betur fer er engum lofað einu né neinu fyrir að deyja í heilögu stríði við okkur trúvillingana. Guði sé lof fyrir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Ég á í reglulegum samskiptum við fólk sem kallast getur heittrúað. Fólk sem neitar að horfast í augu við augljósar staðreyndir eins og þróunarkenningu Darwins, vísindalegar rannsóknir mega fara fjandans til, eingöngu vegna þess að þær stangast á við heilagt orð guðs. Þetta fólk segir allt úr Nýja testamentinu vera frábært, yfir allan vafa hafið og þaðan komi allur sá kærleikur sem mannskepnan þekkir. Þetta sama fólk telur sig ekki gera neitt rangt þegar það bendir á að samkynhneigð sé synd. Við erum ekki vond þó að við predikum orð guðs. Það er ekki okkur að kenna að samkynhneigðir stytti sér aldur. Þetta fólk telur sig vera göfugt í vörn sinni fyrir algóðan og heilagan guð. Rök og gagnrýnin hugsun mega sín oft lítils andspænis trúarhitanum. Hann er magnað fyrirbæri. Ung kona sem ég tala reglulega við um þessi mál stendur öðrum framar í trúnni. Sannkallaður hermaður guðs. Áfram Kristsmenn krossmenn og allt það. Ef Nýja testamentið mundi hvetja fylgjendur sína til að berjast með öllum tiltækum ráðum við þá sem ekki trúa á Nýja testamentið, tel ég að þessi unga kona væri til í tuskið hvenær sem er. Ef þar væri svo lofað hraðleið til himnaríkis, á fyrsta farrými, þeim sem deyja í orrustu við trúvillinga, væri vinkonan fyrir löngu síðan sprungin í tætlur á samkomu Siðmenntar eða Vantrúar. En, sem betur fer hefur margs konar mannréttindabarátta á Vesturlöndum dregið úr trú hennar allar beittustu tennurnar. Og sem betur fer er engum lofað einu né neinu fyrir að deyja í heilögu stríði við okkur trúvillingana. Guði sé lof fyrir það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun