
Páskahald í Jerúsalem
Nafn okkar hátíðar er dregið af hinu hebresk-gyðinglega „pesakh“ og páskahátíð gyðinga er mun eldri en okkar. Í raun er ekki hægt að skilja merkingu og innihald páskahalds kristinna manna án páska gyðinga. Svo nátengd eru trúarbrögðin og snertifletirnir ótal margir og heillandi.
Páskarnir eru ein helgasta hátíðin innan beggja þessara systurtrúarhefða og er haldin á svipuðum tíma árs. Hátíðin stendur yfir í um það bil viku þegar dymbilvika er talin með. Sameiginleg kvöldmáltíð hlaðin trúarlegum táknum er miðlæg í helgihaldinu sem og lykilþemu eins og þjáning hinna saklausu, fórn, lausn úr ánauð og vonarljós.
Tugir þúsunda kristinna taka nú þessa vikuna þátt í hinu stórbrotna drama í Borginni helgu;
Á pálmasunnudag mátti sjá litskrúðugar og fjölmennar skrúðgöngur syngjandi fólks hvaðanæva að úr heiminum. Þetta eru pílagrímar frá öllum heimsálfum sem og kristnir arabar úr þorpunum í hring. Fólkið streymir til borgarinnar og margir veifa pálmagreinum eða ólífuviðargreinum, rétt eins og gert var þegar Jesús kom á sínum tíma inn í borgina, ríðandi á asna.
Fólkið gengur slóð Jesú frá Ólífufjallinu ofan í Kidron-dalinn, framhjá Getsemane-garðinum og inn um hlið gömlu borgarinnar.
Á skírdag er mikið um dýrðir í öllum helstu kirkjum borgarinnar þar sem kvöldmáltíðarsakramentið er haft um hönd. En á skírdag er þess einmitt minnst þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sínum og bauð þeim að neyta slíkrar máltíðar hvert sinn sem þeir koma saman í hans nafni.
Á föstudaginn langa má sjá fjölda fólks fara í hópum um þröng stræti gömlu borgarinnar. Það fetar krossferli Krists og fer þá píslargöngu sem talið er að Jesús hafi þurft að ganga með krossinn. Bornir eru krossar af ýmsum gerðum og á tilteknum stöðum er stoppað til að lesa úr píslarsögunni, biðja eða syngja.
Klukkustund fyrir dögun á páskadagsmorgun er slökkt á öllum ljóskerum í hinni stóru Grafarkirkju í miðri gömlu borginni. Þar er talið að Jesús hafi verið lagður til grafar og síðan risið upp á þriðja degi. En samkvæmt helgihaldi grísku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur gröf Krists verið innsigluð.
Um dögun á páskadagsmorgni eru dyr Grafarkirkjunnar opnaðar og þá um leið þrengja sér þar inn þúsundir pílagríma til að verða vitni að hinu aldagamla undri þegar eldurinn helgi tendrast.
Þegar innsigli grafarinnar er síðan rofið þar um morguninn, gengur æðsti biskup grísku rétttrúnaðarkirkjunnar fram, fer inn í gröfina og segir til um hvort hinn helgi eldur sem sagður er sendur af Guði, muni kvikna enn eitt árið.
Þegar í ljós kemur að eldurinn hefur kviknað þá er litið svo á að það sé staðfesting á upprisu Krists og að hans upprisukraftur sé enn til staðar. Hinn helgi logi er síðan borinn fram og látinn berast til mannfjöldans sem fagnar ákaft.
Ljósið berst út á meðal fólksins utan kirkjunnar og upptendrar í hjörtum trúaðra, trúna á sigur vonar yfir öllu vonleysi, sigur réttlætis yfir öllu ranglæti og sigur þess ljóss sem lýsir langt út yfir mörk grafar og dauða.
Hátíð frelsunar og lífsvonar
Gyðingar minnast þess þegar Ísraelsþjóðin var frelsuð úr ánauðinni í Egyptalandi og hátíðin er því einnig hátíð frelsunar og lífsvonar. Páskahátíðin er haldin á svo til öllum heimilum þar sem fjölskyldur neyta máltíðarinnar saman. Hún er haldin í synagógunum, sem eru bænahús gyðinga, um allan heim og hún er haldin heilög við Grátmúrinn sem er ytri hluti musterishæðarinnar og er þeirra helgasti staður á jörðu.
Mikilvægast er að í báðum trúarhefðunum hinni gyðinglegu og hinni kristnu boðar hátíðin lausn úr viðjum og frelsi hins undirokaða. Páskar eru hátíð óvæntrar lífsvonar þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti.
Í Jerúsalem og heiminum öllum er vissulega þörf fyrir slíkan lausnarboðskap. Þegar í ljós kemur að trúarbrögðin sem því miður hafa svo oft verið notuð til að skapa aðskilnað, útilokun og fordóma, eiga í raun svo margt sameiginlegt þá gefur það von um betri heim. Þetta á við um allar þrjár eingyðistrúarhefðirnar; gyðingdóm, kristni og íslam sem eru í raun systurhefðir. Þær eru sprottnar af sama meiði og gera allar tilkall til borgarinnar helgu. Þegar hinir trúuðu leggja af alla drottnunarhyggju í garð annarra hefða þá kemur í ljós að allt það sem við eigum sameiginlegt er mun mikilvægara en það sem aðgreinir.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Skoðun

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar