Páskahald í Jerúsalem Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljómað í þúsundir ára. Nafn okkar hátíðar er dregið af hinu hebresk-gyðinglega „pesakh“ og páskahátíð gyðinga er mun eldri en okkar. Í raun er ekki hægt að skilja merkingu og innihald páskahalds kristinna manna án páska gyðinga. Svo nátengd eru trúarbrögðin og snertifletirnir ótal margir og heillandi. Páskarnir eru ein helgasta hátíðin innan beggja þessara systurtrúarhefða og er haldin á svipuðum tíma árs. Hátíðin stendur yfir í um það bil viku þegar dymbilvika er talin með. Sameiginleg kvöldmáltíð hlaðin trúarlegum táknum er miðlæg í helgihaldinu sem og lykilþemu eins og þjáning hinna saklausu, fórn, lausn úr ánauð og vonarljós. Tugir þúsunda kristinna taka nú þessa vikuna þátt í hinu stórbrotna drama í Borginni helgu; Á pálmasunnudag mátti sjá litskrúðugar og fjölmennar skrúðgöngur syngjandi fólks hvaðanæva að úr heiminum. Þetta eru pílagrímar frá öllum heimsálfum sem og kristnir arabar úr þorpunum í hring. Fólkið streymir til borgarinnar og margir veifa pálmagreinum eða ólífuviðargreinum, rétt eins og gert var þegar Jesús kom á sínum tíma inn í borgina, ríðandi á asna. Fólkið gengur slóð Jesú frá Ólífufjallinu ofan í Kidron-dalinn, framhjá Getsemane-garðinum og inn um hlið gömlu borgarinnar. Á skírdag er mikið um dýrðir í öllum helstu kirkjum borgarinnar þar sem kvöldmáltíðarsakramentið er haft um hönd. En á skírdag er þess einmitt minnst þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sínum og bauð þeim að neyta slíkrar máltíðar hvert sinn sem þeir koma saman í hans nafni. Á föstudaginn langa má sjá fjölda fólks fara í hópum um þröng stræti gömlu borgarinnar. Það fetar krossferli Krists og fer þá píslargöngu sem talið er að Jesús hafi þurft að ganga með krossinn. Bornir eru krossar af ýmsum gerðum og á tilteknum stöðum er stoppað til að lesa úr píslarsögunni, biðja eða syngja. Klukkustund fyrir dögun á páskadagsmorgun er slökkt á öllum ljóskerum í hinni stóru Grafarkirkju í miðri gömlu borginni. Þar er talið að Jesús hafi verið lagður til grafar og síðan risið upp á þriðja degi. En samkvæmt helgihaldi grísku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur gröf Krists verið innsigluð. Um dögun á páskadagsmorgni eru dyr Grafarkirkjunnar opnaðar og þá um leið þrengja sér þar inn þúsundir pílagríma til að verða vitni að hinu aldagamla undri þegar eldurinn helgi tendrast. Þegar innsigli grafarinnar er síðan rofið þar um morguninn, gengur æðsti biskup grísku rétttrúnaðarkirkjunnar fram, fer inn í gröfina og segir til um hvort hinn helgi eldur sem sagður er sendur af Guði, muni kvikna enn eitt árið. Þegar í ljós kemur að eldurinn hefur kviknað þá er litið svo á að það sé staðfesting á upprisu Krists og að hans upprisukraftur sé enn til staðar. Hinn helgi logi er síðan borinn fram og látinn berast til mannfjöldans sem fagnar ákaft. Ljósið berst út á meðal fólksins utan kirkjunnar og upptendrar í hjörtum trúaðra, trúna á sigur vonar yfir öllu vonleysi, sigur réttlætis yfir öllu ranglæti og sigur þess ljóss sem lýsir langt út yfir mörk grafar og dauða.Hátíð frelsunar og lífsvonar Gyðingar minnast þess þegar Ísraelsþjóðin var frelsuð úr ánauðinni í Egyptalandi og hátíðin er því einnig hátíð frelsunar og lífsvonar. Páskahátíðin er haldin á svo til öllum heimilum þar sem fjölskyldur neyta máltíðarinnar saman. Hún er haldin í synagógunum, sem eru bænahús gyðinga, um allan heim og hún er haldin heilög við Grátmúrinn sem er ytri hluti musterishæðarinnar og er þeirra helgasti staður á jörðu. Mikilvægast er að í báðum trúarhefðunum hinni gyðinglegu og hinni kristnu boðar hátíðin lausn úr viðjum og frelsi hins undirokaða. Páskar eru hátíð óvæntrar lífsvonar þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Í Jerúsalem og heiminum öllum er vissulega þörf fyrir slíkan lausnarboðskap. Þegar í ljós kemur að trúarbrögðin sem því miður hafa svo oft verið notuð til að skapa aðskilnað, útilokun og fordóma, eiga í raun svo margt sameiginlegt þá gefur það von um betri heim. Þetta á við um allar þrjár eingyðistrúarhefðirnar; gyðingdóm, kristni og íslam sem eru í raun systurhefðir. Þær eru sprottnar af sama meiði og gera allar tilkall til borgarinnar helgu. Þegar hinir trúuðu leggja af alla drottnunarhyggju í garð annarra hefða þá kemur í ljós að allt það sem við eigum sameiginlegt er mun mikilvægara en það sem aðgreinir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gyðing-kristnu páskahaldi er spilað á marga sameiginlega strengi sem hafa hljómað í þúsundir ára. Nafn okkar hátíðar er dregið af hinu hebresk-gyðinglega „pesakh“ og páskahátíð gyðinga er mun eldri en okkar. Í raun er ekki hægt að skilja merkingu og innihald páskahalds kristinna manna án páska gyðinga. Svo nátengd eru trúarbrögðin og snertifletirnir ótal margir og heillandi. Páskarnir eru ein helgasta hátíðin innan beggja þessara systurtrúarhefða og er haldin á svipuðum tíma árs. Hátíðin stendur yfir í um það bil viku þegar dymbilvika er talin með. Sameiginleg kvöldmáltíð hlaðin trúarlegum táknum er miðlæg í helgihaldinu sem og lykilþemu eins og þjáning hinna saklausu, fórn, lausn úr ánauð og vonarljós. Tugir þúsunda kristinna taka nú þessa vikuna þátt í hinu stórbrotna drama í Borginni helgu; Á pálmasunnudag mátti sjá litskrúðugar og fjölmennar skrúðgöngur syngjandi fólks hvaðanæva að úr heiminum. Þetta eru pílagrímar frá öllum heimsálfum sem og kristnir arabar úr þorpunum í hring. Fólkið streymir til borgarinnar og margir veifa pálmagreinum eða ólífuviðargreinum, rétt eins og gert var þegar Jesús kom á sínum tíma inn í borgina, ríðandi á asna. Fólkið gengur slóð Jesú frá Ólífufjallinu ofan í Kidron-dalinn, framhjá Getsemane-garðinum og inn um hlið gömlu borgarinnar. Á skírdag er mikið um dýrðir í öllum helstu kirkjum borgarinnar þar sem kvöldmáltíðarsakramentið er haft um hönd. En á skírdag er þess einmitt minnst þegar Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sínum og bauð þeim að neyta slíkrar máltíðar hvert sinn sem þeir koma saman í hans nafni. Á föstudaginn langa má sjá fjölda fólks fara í hópum um þröng stræti gömlu borgarinnar. Það fetar krossferli Krists og fer þá píslargöngu sem talið er að Jesús hafi þurft að ganga með krossinn. Bornir eru krossar af ýmsum gerðum og á tilteknum stöðum er stoppað til að lesa úr píslarsögunni, biðja eða syngja. Klukkustund fyrir dögun á páskadagsmorgun er slökkt á öllum ljóskerum í hinni stóru Grafarkirkju í miðri gömlu borginni. Þar er talið að Jesús hafi verið lagður til grafar og síðan risið upp á þriðja degi. En samkvæmt helgihaldi grísku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur gröf Krists verið innsigluð. Um dögun á páskadagsmorgni eru dyr Grafarkirkjunnar opnaðar og þá um leið þrengja sér þar inn þúsundir pílagríma til að verða vitni að hinu aldagamla undri þegar eldurinn helgi tendrast. Þegar innsigli grafarinnar er síðan rofið þar um morguninn, gengur æðsti biskup grísku rétttrúnaðarkirkjunnar fram, fer inn í gröfina og segir til um hvort hinn helgi eldur sem sagður er sendur af Guði, muni kvikna enn eitt árið. Þegar í ljós kemur að eldurinn hefur kviknað þá er litið svo á að það sé staðfesting á upprisu Krists og að hans upprisukraftur sé enn til staðar. Hinn helgi logi er síðan borinn fram og látinn berast til mannfjöldans sem fagnar ákaft. Ljósið berst út á meðal fólksins utan kirkjunnar og upptendrar í hjörtum trúaðra, trúna á sigur vonar yfir öllu vonleysi, sigur réttlætis yfir öllu ranglæti og sigur þess ljóss sem lýsir langt út yfir mörk grafar og dauða.Hátíð frelsunar og lífsvonar Gyðingar minnast þess þegar Ísraelsþjóðin var frelsuð úr ánauðinni í Egyptalandi og hátíðin er því einnig hátíð frelsunar og lífsvonar. Páskahátíðin er haldin á svo til öllum heimilum þar sem fjölskyldur neyta máltíðarinnar saman. Hún er haldin í synagógunum, sem eru bænahús gyðinga, um allan heim og hún er haldin heilög við Grátmúrinn sem er ytri hluti musterishæðarinnar og er þeirra helgasti staður á jörðu. Mikilvægast er að í báðum trúarhefðunum hinni gyðinglegu og hinni kristnu boðar hátíðin lausn úr viðjum og frelsi hins undirokaða. Páskar eru hátíð óvæntrar lífsvonar þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Í Jerúsalem og heiminum öllum er vissulega þörf fyrir slíkan lausnarboðskap. Þegar í ljós kemur að trúarbrögðin sem því miður hafa svo oft verið notuð til að skapa aðskilnað, útilokun og fordóma, eiga í raun svo margt sameiginlegt þá gefur það von um betri heim. Þetta á við um allar þrjár eingyðistrúarhefðirnar; gyðingdóm, kristni og íslam sem eru í raun systurhefðir. Þær eru sprottnar af sama meiði og gera allar tilkall til borgarinnar helgu. Þegar hinir trúuðu leggja af alla drottnunarhyggju í garð annarra hefða þá kemur í ljós að allt það sem við eigum sameiginlegt er mun mikilvægara en það sem aðgreinir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar