Engin ofbeit? Ólafur Arnalds skrifar 24. mars 2016 07:00 Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun