Erlent

Árásarmennirnir í Brussel bræður

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla í Brussel segir árásarmennina í gær hafa verið bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Mannsins til hægri er enn leitað.
Lögregla í Brussel segir árásarmennina í gær hafa verið bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Mannsins til hægri er enn leitað. Vísir/AFP
Árásarmennirnir tveir sem gerðu sprengdu sjálfa sig í Brussel í gær voru bræður, sem lögregla hafði áður haft afskipti af.

Þetta hafa belgískir fjölmiðlar eftir lögreglunni þar í landi nú í morgun. Mennirnir eru sagðir hafa heitið Khalíd og Brahím el-Bakraoui. Lögregla leitar enn manns sem náðist á mynd með þeim bræðrum stuttu fyrir sprengingarnar á Zaventem-flugvellinum.

Lögregla segir að Khalíd hafi leigt íbúðina þar sem til skotbardaga við lögreglu kom í síðustu viku. Í íbúðinni fundust fingraför Salah Abdeslam, eins þeirra sem stóð að hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem síðar var handtekinn.

Á fjórða tug manna létu lífið í hryðjuverkaárásum í Brussel í gær, annars vegar á flugvellinum og hins vegar í neðanjarðarlest nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Að því er belgískir miðlar greina frá, sprengdi Brahím sig á flugvellinum og Khalíd í lestinni.

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu.

Uppfært 10.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir erlendum miðlum að bræðurnir hefðu báðir sprengt sig á flugvellinum en nú hefur komið fram að annar þeirra er talinn hafa sprengt sig á flugvellinum og hinn í lestinni, um klukkustund síðar.


Tengdar fréttir

Harpa böðuð belgísku fánalitunum næstu daga

Ýmsar byggingar í Evrópu hafa í kvöld verið lýstar með belgísku fánalitunum til að sýna samstöðu með Belgum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag, en Eiffel-turninn í París og Brandenburgar-hliðið í Berlín hafa meðal annars verið lýst upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×