Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg. Vísir/Getty Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“ Handbolti Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“
Handbolti Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira